fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Snæfellsnes valinn besti áfangastaður vetrarins í Evrópu

Auður Ösp
Föstudaginn 2. desember 2016 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska ferðaritið Travel&Leisure hefur útnefnt Snæfellsnes sem besta áfangastað vetrarins í Evrópu, og fer fögrum orðum um þennan hluta landsins. Í grein á vefnum segir að enginn staður á Íslandi sé eins stórfenglegur og Snæfellsnesið með sitt mosaklædda hraun, þokukennda og tindótta firði, að ógleymdum Snæfellsjökli sem gnæfi yfir öllu.

Snæfellsnes trónir efst á listanum „Europe´ Best Winter Getaways,“ og er ferðamönnum ráðlagt að að skella sér í svokallað vegaferðalag eða „road trip“ um þennan hluta landsins.

Fram kemur að best sé að byrja ferðina á hótel Egilsen í Stykkishólmi og rölta síðan yfir götuna og snæða afrbragðsgott lambakjöt á Narfeyrarstofu, veitingahúsi sem lítur út eins og heimilið hennar ömmu. Daginn eftir sé svo tilvalið að keyra 130 kílómetra út á nesið, fram hjá fossum og fjörum og þá mælir greinarhöfundur með því að ferðalangar eyði kvöldinu á Hótel Búðum, enda sé hótelið eitt og sér þess virði að heimsækja.

Fram kemur að útsýnið út á jökulinn sé úr hverjum glugga hótelsins auk þess sem barinn á hótelinu inni haldi glæsilegt viskísafn,

Þá eru þeir ferðalangar sem eiga sér þann draum að sjá norðurljósin sagðir vera á besta stað þar sem að hótelið bjóði upp gestum upp á láta vekja sig þegar það sést til ljósanna dansa á himninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns