fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Matur

Þorrablót Miðflokksins: „Súrir karlpungar“ og „húrrandi klikkuð sviðakunta“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 26. janúar 2019 10:33

Gunnar Bragi og þorramatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í vikunni þegar að Miðflokksmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason sneru aftur á þing eftir leyfi frá þingstörfum eftir Klausturmálið svokallaða.

Gunnar Bragi og Bergþór voru í hópi þingmanna á Klaustri sem töluðu á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína og ýmsa minnihlutahópa, en Gunnar Bragi hefur borið við minnisleysi, eða svokölluðu óminni sökum áfengisneyslu. DV sýndi fram á í gær að það stangaðist á við það sem Gunnar Bragi hafði sagt í viðtali rétt eftir að málið kom fyrst upp.

Karl Ágúst skýtur föstum skotum.

Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson, sem hafði það að ævistarfi um áratugabil að gagnrýna stjórnvöld og rýna samfélagið með félögum sínum í Spaugstofunni, birtir ansi vel heppnaða ádeilu á Facebook síðu sinni sem hefur verið deilt mörg hundruð sinnum. Um er að ræða matseðil Miðflokksins þar sem á boði eru til dæmis súrir karlpungar, sviðnar fórnarlambslappir, söltuð hrossakaup, húrrandi klikkuð sviðakunta og súrsaður syndabaggi – „Allt borið fram í 36 klukkustunda blakkáti.“

ÞORRABLÓT MIÐFLOKKSINS

MATSEÐILL:

– súrir karlpungar
– sviðnar fórnarlambalappir
– barhangikjöt með uppstúf

- svínasulta
- kaldar axlir
– söltuð hrossakaup
– heilir og hálfir tíkarskrokkar sem typpi duga í (loksins)

- húrrandi klikkuð sviðakunta

- kvalarengi

- kæstur smákall

- súrsaður syndabaggi

- forhert Klausturbleikja

- smokkur í smjöri

- velferðarsvið

Allt borið fram í 36 klukkustunda blakkáti.

GLEÐILEGAN BÓNDADAG!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“