fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Ekki missa afFréttir

Guðjón vildi eiga varasjóð í ellinni – Svo kom skellurinn: „Auðvitað var ég gjörsamlega grunlaus“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. janúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árunum kringum 1990 var ég heillaður af þeirri hugsun að fá tækifæri til að taka þátt í atvinnurekstri. Með því að kaupa hlutabréf í ýmsum landsþekktum fyrirtækjum var mjög gott tækifæri að setja sig inn í atvinnurekstur fyrirtækja.“

Þetta segir Guðjón Jensson, eldri borgari í Mosfellsbæ og leiðsögumaður, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í grein sinni varpar Guðjón ljósi á þær breytingar sem hafa átt sér stað í íslensku þjóðfélagi á undanförnum árum. Af orðum hans má skilja að honum þyki græðgin á undanförnum árum hafa verið fullmikil og bendir hann á nokkur slík dæmi máli sínu til stuðnings.

Stórfjárfestar átu upp þá litlu

Í grein sinni bendir hann á að Íslandsbanki hafi á sínum tíma, í kringum 1990, verið eini einkabankinn á Íslandi – í honum hafi verið hægt að kaupa hlutabréf og setja sig inn í rekstur landsþekkts fyrirtækis.

„Þá bættist Olíufélagið við, en það hafði skilað rekstrarhagnaði hátt í hálfa öld, eða öll árin sem það hafði starfað, stofnað 1946. Árið 1993 var hafin einkavæðing Jarðborana, sem höfðu verið starfræktar um nálægt jafn langan tíma og í sameiginlegri eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Þá var Búnaðarbankinn einkavæddur og varð hann strax mjög vinsæll og skrifuðu um 10% þjóðarinnar sig fyrir hlutafé en það stóð ekki lengi, margir hluthafar heltust úr lestinni þegar stórfjárfestar keyptu upp hluti hvers smáhluthafa á fætur annars og ætluðu sér að gleypa himin og haf.“

„Það átti allt eftir að breytast“

Guðjón segir að áhugavert hafi verið að sækja hluthafafundi í umræddum fyrirtækjum og fá nasasjón af rekstri fyrirtækja hér á landi. „Nær alltaf var greiddur út hóflegur arður sem miðaðist af skynsamlegri stjórnun þessara fyrirtækja. En það átti brátt eftir að breytast. Fjárfestingar smárra hluthafa sem og lífeyrissjóða byggjast á langtímasjónarmiðum. Það skiptir meginmáli hvernig fyrirtækinu gengur eftir áratug, aldarfjórðung, kannski eftir lengra tímabil.“

Guðjón segir að upp úr aldamótunum 2000 hafi þetta breyst og menn farið að greiða hærri arð úr þessum fyrirtækjum. Guðjón nefnir til dæmis að um tíma hafi hann haft meiri arð af hlutabréfum en launaðri vinnu. „Þetta þótti mér einkennilegt en auðvitað var ég, sem svo margir aðrir, gjörsamlega grunlaus um hvernig þetta endaði. Því miður keypti ég fleiri hlutabréf fyrir arðgreiðslurnar og hugðist eiga góðan „varasjóð“ í ellinni.“

Fórnarlömb athafnamanna

Þar skjátlaðist Guðjóni eins og hann segir sjálfur.  „Öll þessi fyrirtæki urðu n.k. „fórnarlömb“ athafnamanna þeirra sem útrásarvíkingar hafa verið nefndir en á misjafnan hátt. Það kallar á aðra grein mína. Ég tapaði nær öllu mínu hlutafé í öllum fyrirtækjunum sem ég hafði fjárfest í!“

Guðjóni er minnisstæður aðdragandi bankahrunsins haustið 2008. „Í ágúst 2008 stóðu Ólympíuleikarnir í Kína. Íslenskir ráðherrar kepptust hver um annan þveran að fljúga þangað austur til að hvetja silfurliðið okkar í handbolta til dáða. Þann 14. ágúst kom út einkennileg yfirlýsing Fjármálaeftirlitsins: Allir íslensku bankarnir höfðu staðist svonefnt álagspróf. En að 6-7 vikum síðar voru þeir allir fallnir og fall þeirra varð mikið! Og svo kom þessi dæmalausa yfirlýsing Geirs Haarde þegar bönkunum varð ekki bjargað í byrjun október 2008: „Guð blessi Ísland“! Ekki hefur komið fram nein afsökun frá Sjálfstæðisflokki um að á þeim bæ hafi verið tekið á þessu máli né neinum öðrum. Núverandi fjármálaráðherra er nú í dag að forminu til æðsti yfirmaður skattrannsókna á Íslandi. Hann er nátengdur ýmsu misjöfnu í hruninu, hefur tekið þátt í að koma á fót aflandsfélögum og leynireikningum ýmist sjálfur eða í samvinnu við ýmsa nána í fjölskyldu sinni. Og fyrir nokkrum árum bættist Borgun við þegar mikil verðmæti voru afhent á niðursettu verði til fjölskyldunnar!“

Guðjón endar svo grein sína á ákalli til þjóðarinnar og ráðamanna:

„Síðan 2008 hefi ég ekki varið einni einustu krónu til að taka þátt í atvinnurekstri. Ég hef ekki minnstu trú á þessu þjóðfélagi braskara. Við verðum að breyta þessu!ׅ“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Í gær

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti