fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Sjáðu tölvupóstinn sem Helga Vala sendi: „Fórum á Klaustur“ – Lokkandi sól og bjór í krana

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 09:10

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef heyrt að sum­ir hafi sagt að ég hafi verið þarna á vinnu­tíma, eða þegar á þing­fundi stóð, þó að ég hafi verið bú­inn með mína ræðu. Þessi póst­ur er sönn­un á því að slíkt þekk­ist meðal þing­manna.“

Þetta segir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður utan flokka, í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann er einn þeirra sem sátu að sumbli á Klaustur bar í nóvember í fyrra.

Tölvupósturinn sem Karl Gauti vísar til hér að framan kom frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Karl Gauti situr einnig í sömu nefnd og kom umræddur tölvupóstur þann 1. júní síðastliðinn meðan á fundi nefndarinnar stóð.

DV hefur tölvupóstinn frá Helgu Völu undir höndum en titill hans er: „Fórum á Klaustur“

Í sjálfum póstinum stendur:

„Hér er lokkandi sól í garðinum og bjór í krana.“

Helga Vala var ein þriggja þingkvenna stjórnarandstöðunnar sem vék af fundi og fór á Klaustur bar þennan dag.

Á umræddum fundi þann 1. júní síðastliðinn lagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, fram bókun þar sem því var harðlega mótmælt að stór hluti nefndarmanna stjórnarflokkanna væri ekki mættur. Þetta væri fullkomið virðingarleysi fyrir störfum nefndarinnar en í fundargerð kemur fram að Helga Vala hafi tekið undir bókunina.

Tvölupósturinn frá Helgu Völu barst klukkan 16.37 en samkvæmt fundargerð var fundi slitið klukkan 18.34. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að ástæða þess að Karl Gauti var látinn vita sú að hann var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem var eftir á fundinum.

Af orðum Karls Gauta í Morgunblaðinu í dag má ætla að ekki sé óeðlilegt eða óalgengt að þingmenn fari saman á veitingahús og fái sér bjór. „Það er ekkert nýtt,“ segir hann. Aðspurður hvort gagnrýnin á fundinn á Klaustur bar í nóvember, þar sem sex þingmenn létu ýmis ósæmileg ummæli falla, hafi ekki snúist að því sem var sagt þar, segir Karl Gauti:

„Það hafa sumir verið að finna að því að men hafi verið þarna á vinnutíma.“

Karl Gauti er svo spurður eftirfarandi spurningar í Morgunblaðinu: „Þannig að ef aðrir gera eitthvað sem er rangt réttlætir það þá að þú gerir það?“

„Nei, nei, nei. É ger bara að segja að þetta er viðtekin venja. Margir þingmenn kannast við þetta og þetta er sönnun á því,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“