fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Þráinn og Marta opna í Hafnarborg

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 26. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Hafnarborg. Það eru sýningarnar Hljóðön – sýning tónlistar, í sýningarstjórn Þráins Hjálmarssonar, tónskálds, og Umrót, með nýjum verkum eftir Mörtu Maríu Jónsdóttur, myndlistarmann.

 

Sýningin Hljóðön fagnar fimm ára starfsafmæli samnefndrar tónleikaraðar, sem tileinkuð er samtímatónlist og hefur verið á dagskrá Hafnarborgar allt frá árinu 2013. Víkkar því hér starf raðarinnar tímabundið þar sem tækifæri gefst til nánari kynna við tónlist, sem dreifir úr sér með einum eða öðrum hætti í tímaleysi safnarýmisins. Þá verður hugmyndaheimur tónlistarinnar þaninn út fyrir heim hljóðanna og spilar sjónræni þátturinn þar stórt hlutverk. Tónlistin verður þar í senn hljóð og hlutur, flæði tímans er skipt út fyrir flæði í rými, hljóðinu skipt út fyrir hluti, flytjandanum skipt út fyrir hlustandann.

 

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Ásta Ólafsdóttir, Steina, Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Logi Leó Gunnarsson, Jón Gunnar Árnason, James Saunders, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Magnús Pálsson, Tom Johnson, Curver Thoroddsen og Einar Torfi Einarsson. Yfir sýningartímann verða einnig haldnir viðburðir, þar sem fram koma ólíkir listamenn og flytjendur. Má þar nefna Harald Jónsson, Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, Jennifer Torrence, Marko Ciciliani, Barböru Lüneburg, Skerplu, Berglindi M. Tómasdóttur og fleiri.

 

Þráinn Hjálmarsson (f. 1987), tónskáld og sýningarstjóri, nam tónsmíðar við Konunglega Konservatoríið í Haag og við Listaháskóla Íslands á árunum 2006-2011. Hefur tónlist Þráins verið flutt víða um heim af hinum ýmsum flytjendum og hljóðfærahópum. Má þar nefna Basel Sinfonietta, BBC Scottish Symphony Orchestra, Sinfóníuhljómsveit Íslands, CAPUT, Vertixe Sonora, auk margra annarra. Samræða og samstarf er stór þáttur af listrænu starfi Þráins og má í þeim efnum nefna umsjón með tónleikaröðinni Hljóðön, auk þverfaglegra samstarfsverkefna við listamenn á borð við Sigurð Guðjónsson, Brynjar Sigurðarson og Veroniku Sedlmair, auk annarra.

 

Á sýningunni Umrót má sjá ný verk eftir Mörtu Maríu Jónsdóttur. Verkin eru óhlutbundin, á mörkum teikningar og málverks. Myndheimur Mörtu Maríu er ljóðrænn og opinn, heimur sem er á mörkum þess að myndast eða eyðast. Pensilstrokur og flæði litarins virka sem stoðir málverksins, liggja ekki ofan á myndfletinum heldur byggja upp myndina. Hrár ómálaður striginn verður hluti af myndheiminum, eins og þögn í tónlist eða bil í texta. Verkin fjalla um málverkið sjálft, tilurð þess og merkingu.

 

Marta María Jónsdóttir (f. 1974) nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk meistaragráðu í myndlist frá Goldsmiths College í London árið 2000. Hún hefur einnig lokið diplómanámi í hreyfimyndagerð frá London Animation Studio. Í verkum sínum kannar Marta María mörkin á milli teikningar og málverks. Litur skipar stórt hlutverk og ólíkir litafletir, línur og form byggja upp myndflötinn. Í verkunum blandast ósjálfráð teikning við hið vélræna og vísindalega. Línan og teikningin er notuð sem efnisleg bygging myndanna, sem eru lagskiptar og marglaga og saman mynda þær eina heild.

 

Fyrir opnun sýninganna mun slagverksleikarinn Jennifer Torrence frumflytja nýtt verk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, auk þess að flytja verk Tom Johnsons, Níu bjöllur frá 1979. Flutningur Torrence hefst kl. 14. Viðburðurinn er jafnframt hluti af dagskrá Myrkra músíkdaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“