fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Misheppnað byggingarverkefni – Bær með 600 höllum stendur tómur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 18:00

Burj Al Babas. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úr fjarlægð líkist bærinn Burj al Babas litlum bæ úr Disney-mynd. En hann er raunverulegur og er í Bolu í Tyrklandi. Nú stendur bærinn auður því þetta metnaðarfulla byggingarverkefni virðist farið út um þúfur.

Fyrirtækið Sarot Group, sem stóð fyrir verkefninu, var úrskurðað gjaldþrota í nóvember en þá var búið að byggja tæplega 600 hallir og búið að selja um helming þeirra fyrir sem svarar til 40 til 60 milljóna íslenskra króna fyrir hverja höll.

En síðan fóru kaupendurnir að bakka út úr viðskiptunum og sjóðir Sarot Group tæmdust og skuldaði félagið sem svarar til tæplega 4 milljarða íslenskra króna þegar það var úrskurðað gjaldþrota.

Nú stendur Burj al Babas tómur. Byggingaverkamennirnir eru farnir heim og allir ríku útlendingarnir, sem áttu að búa í höllunum, eru hvergi sjáanlegir. En forsvarsmenn verkefnisins hafa ekki gefið upp alla von. Í nóvember hafði Bloomberg eftir Mehmet Emin Yerdelen, stjórnarformanni Sarot Group, að aðeins þyrfti að selja 100 hallir til viðbótar og þá væri málið leyst.

Margir efnaðir Arabar voru meðal kaupendanna en drógu sig síðan út úr kaupunum vegna lækkandi olíuverðs en einnig vegna samdráttar í tyrknesku efnahagslífi og pólitísks óstöðugleika í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma