fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Langar þig að eignast sumarhús? Selja fjölda húsa á 140 krónur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 11:30

Etna á Sikiley. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu í sumarhúsahugleiðingum? Langar þig að eignast sumarhús en hefur aldrei látið verða af því? Vex kostnaðurinn þér í augum? Þá er kannski tækifæri þitt til að eignast sumarhús á mjög svo viðráðanlegu verði komið. Nú er verið að selja fjölda húsa á 140 krónur og gildir einfaldlega sú góða regla að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Yfirvöld í ítalska bænum Sambuca de Sicilia, sem er á Sikiley, hafa nú sett fjölda húsa til sölu og er verð þeirra aðeins 1 evra en það svarar til um 140 íslenskra króna. Þarna er því hugsanlega gott tækifæri til að eignast hús á suðrænum slóðum og því engin þörf á að kaupa hótelgistingu þegar farið er í sólina.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að mörg húsanna séu á fjallstoppum og þarafleiðandi fylgir ótrúlegt útsýni yfir þessa fallegu eyju sem er stundum sögð vera stærsta perla Miðjarðarhafsins.

Þetta ótrúlega húsnæðisverð er liður í áætlun yfirvalda um að „endurlífga“ bæinn en hann hefur eins og fleiri bæir á landsbyggðinni glímt við mikla fólksfækkun á undanförnum árum.

Bæjaryfirvöld setja þó eitt lítið skilyrði fyrir kaupum á hverju húsi. Kaupandinn þarf að gera endurbætur á húsinu sínu fyrir 15.000 evrur hið minnsta innan þriggja ára frá kaupum. Kaupendur þurfa einnig að leggja fram 5.000 evrur í tryggingu fyrir að þeir muni hressa upp á húsin. Tryggingin verður endurgreidd þegar endurbótum er lokið. Húsin eru flest 40 til 150 fermetrar og mörg þeirra eru í slæmu ásigkomulagi.

CNN segir að Sambuca di Sicilia sé ekki fyrsti ítalski bærinn sem reynir að laða fólk til sín með svona dúndurtilboði en það er nýjung að nú er hægt að kaupa hús samstundis því bæjarsjóður á öll húsin. Bæjaryfirvöld segja að tilboðið hafi nú þegar vakið athygli um allan heim og útlendingar streymi til hans til að kanna aðstæður.

Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið case1euro@comune.sambucadisicilia.ag.it til að fá nánari upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum