fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Borðar drottningin pítsu? Sjáið hvað Kate Middleton segir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 08:21

Drottningarpítsa?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate Middleton, hertogynjan af Cambridge, heimsótti unga krakka í gær og hjálpaði þeim að baka pítsu.

Kate talaði einnig mikið við krakkana um þeirra eftirlætis pítsuálegg, en á meðan á pítsugerðinni stóð fékk hún spurningu sem hún átti erfitt með að svara.

„Borðar drottningin einhvern tímann pítsu?“ spurði lítil stúlka.

„Veistu hvað, þetta er mjög góð spurning. Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Ætti ég að spyrja hana næst þegar ég sé hana?“ svaraði Kate.

Matarvenjur Elísabetar drottningar eru oft á milli tannanna á fólki, en leiða má að því líkur að hún borði ekki pítsu þar sem hún forðast sterkju og borðar aldrei hvítlauk. Kate sagði hins vegar á viðburðinum að þessi hefð hefði ekki snert sig og börnin sín þrjú, Georg, Charlotte og Louis.

„Þau myndu elska að gera þetta með ykkur,“ sagði hún um pítsubaksturinn. „Þau verða leið að ég er búin að vera að baka pítsu með ykkur,“ bætti hún við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“