fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Börn tapa á erfiðum samskiptum foreldra eftir samvistarslit

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 13. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vefsíðunni Stjúptengsl má finna ýmsan fróðleik sem getur verið foreldrum gagnlegur.  Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi, birti þar athyglisverðan pistil um mikilvægi þess að viðhalda samskiptum við börnin þrátt fyrir skilnað eða sambandsslit, því annars er hætt á að börnin upplifi mikla höfnun. 

Valgerður Halldórsdóttir er fjölskyldu- og félagsráðgjafi, ritstjóri vefsíðunnar Stjúptengsl og formaður félags stjúpforeldra. Á vefsíðunni má finna fróðleik um fjölskyldur en síðunni er ætlað að aðstoða blandaðar fjölskyldur við að styrkja fjölskyldutengslin og stuðla að opnari umræðu um stjúpforeldra. Í pistli á síðunni með fyrirsögninni: Hefur þú heyrt í barninu þínu? fjallar Valgerður um samskipti foreldra við börn í kjölfar samvistaslita.

„Óhætt er að fullyrða að aðal áhyggjuefni foreldra við skilnað og sambandsslit snúa að börnum þeirra. Hvernig megi lágmarka áhrif skilnaðarins á líðan barnanna er þeim ofarlega í huga. Góð samskipti foreldra og regluleg samvera foreldra og barna skiptir þar öllu máli. Í sumum tilvikum verða samskiptin hinsvegar mjög lítil, jafnvel engin um lengri tíma.“

„Óútskýrð fjarvera foreldra veldur börnum sorg og þau upplifa höfnun. Að auki hafa þau tilhneigingu til að kenna sér um hluti sem þau hafa ekkert með að gera eins og skilnað eða drykkju foreldra og því hætta á að bagginn verði enn þungbærari fái þau ekki viðunandi skýringu á framferðinu“

Valgerður segir að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að foreldri hverfi úr lífi barns til lengri eða skemmri tíma. Stundum sé ástæðan sú að samskipti foreldra eru svo erfið að annað foreldrið einfaldlega gefst upp, þá einkum faðirinn, sem gefst upp vegna erfiðra samskipta við móður, eða móðir sem gefst upp á að reyna fá faðir barns til að sinna því. „Hvort heldur sem er, er það barnið sem tapar.“

Það getur verið auðvelt að kenna hinum aðilanum um aðstæður, þegar í deilur er komið, og auðvelt að telja sér trú um að hinn aðilinn þurfi að breyta hegðun sinni, í stað þess að líta í eigin barm. Valgerður telur að fólk verði að bera ábyrgð á eigin framkomu og gæta þess að baktala ekki hvort annað við börnin.

„Endalaust nudd um að foreldrið sé ekki að standa sig, þöggun eða sýna yfirlæti og hroka, að standa ekki við það sem lofað er eða leyfa hinum aðilanum aldrei að njóta vafans er allt hegðun sem er í valdi hvers og eins að takast á við hjá sjálfum sér og hefur ekkert með hinn aðilann að gera. Við berum ábyrgð á okkar eigin framkomu. “

Í einhverjum tilvikum geta legið góðar og gildar ástæður að baki fjarveru foreldris. Valgerður segir að þá þurfi að gæta þess að börnin fái skýringu á fjarverunni.  Þó svo að ekki sé fært að vera með regluleg og tíð samskipti er það engin ástæða fyrir foreldri að sleppa alfarið að vera í samskiptum við barnið. Börnum er hægt að sýna ást og umhyggju á marga mismunandi vegu.

„Að eiga stutta stund á kaffihúsi með foreldri eða heima hjá ættingjum skiptir barn máli sé ekki annað mögulegt að sinni. Foreldri getur hringt eða lesið bækur inn á disk eða sent slóð sem spila má fyrir háttinn, póstkort og tölvupóstur duga líka vel.“

Valgerður segir það aldrei of seint að bæta eða koma á samskiptum við barn. Þegar traust hafi tapast tekur vissulega tíma að byggja það upp aftur og stundum þurfi jafnvel utanaðkomandi aðstoð.  Fyrst manninum sé í dag fært að vera í beinu sambandi við geimstöðvar og fá sendar myndir frá Mars telur Valgerður að allir hljóti að geta fundið einhvern máta til að koma þeim skilaboðum til barnsins að „mamma eða pabbi elski það og það skipti máli, jafnvel þótt foreldrið hafi ekki tök á að hitta það í eigin persónu.“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.