fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433

Línuvörðurinn hætti að hlaupa – ,,Þetta er mjög ruglandi“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir sammála um það að myndbandstæknin VAR sé góð fyrir knattspyrnuíþróttina.

VAR gefur dómurum tækifæri á að skoða umdeild atvik í leikjum aftur og taka ákvörðun út frá myndböndum.

Marcos Alonso, leikmaður Chelsea, er ekki hrifinn af VAR eftir 1-0 tap gegn Tottenham í vikunni.

Eina mark leiksins skoraði Harry Kane fyrir Tottenham en það er deilt um hvort hann hafi verið rangstæður áður en hann fiskaði vítaspyrnu.

Línuvörður leiksins stoppaði og flaggaði rangstöðu en eftir að hafa skoðað myndband af atvikinu þá dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu og enga rangstöðu.

,,Kannski vorum við óheppnir því þeir fengu eitt færi og það var línuverðinum að þakka, VAR að þakka,“ sagði Alonso.

,,Þegar ég horfi á myndbandið þá lítur hann út fyrir að vera rangstæður og línuvörðurinn lyfti flagginu svo við hættum allir.“

,,Dómarinn sagði við mig að það væri búið að útskýra málið en ég held að þeir hafi ekki útskýrt þetta fyrir línuverðinum því hann stoppaði og ef það er enhver vafi þá ætti hann ekki að gera það.“

,,Hann hætti að hlaupa. Ef við eigum svo að bíða eftir VAR þá verður hann að halda áfram að hlaupa. Hann hætti bara í miðju hlaupi svo þetta er ruglandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi