fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Áfengisgjöld hafa hækkað um 100%

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. desember 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Áfengisgjöld hafa hækkað um og yfir 100% frá hruni, sé boðuð hækkun um áramótin tekin með í reikninginn. Á sama tíma er útlit fyrir að hækkun vísitölu neysluverðs sé um 39%. Áfengisgjöldin hafa því hækkað gríðarlega umfram almennt verðlag í landinu,“ segir í frétt á heimasíðu Félags atvinnurekenda.

Þar er bent á miklar hækkanir á áfengisgjaldi á undanförnum árum og bent á að áfengisgjald á sentílítra hreins vínanda í léttvíni hafi verið 52,8 krónur í september 2008. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 verður það 106,8 krónur og hefur þá hækkað um 102 prósent.

„Áfengisgjaldið fyrir sterkt vín var 70,8 krónur fyrir hrun en verður um áramót 144,5 krónur, nái tillaga ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Það er 104% hækkun. Áfengisgjaldið á hvern sentilítra vínanda í bjór var haustið 2008 58,7 krónur en gæti um áramót orðið 117,3 krónur eða 100% hærra,“ segir í fréttinni.

Þá er því bætt við að jafnvel þó dregin sé frá rúmlega 20 prósenta hækkun áfengisgjalds í ársbyrjun 2016, sem var gerð til að mæta lækkun virðisaukaskatts úr 24,5 prósentum í 11 prósent, liggi fyrir að áfengisgjaldið hefur verið hækkað um 40 prósent umfram almennar verðlagshækkanir í landinu eftir hrun.

„Þetta skýtur skökku við, því að skömmu fyrir hrun var þverpólitísk samstaða um að skattlagning á áfengi væri orðin of há og talsmenn allra helstu flokka voru sammála um að draga þyrfti úr henni,“ segir í fréttinni.

Loks eru rifjuð upp ummæli tveggja þingmanna frá árinu 2007, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þáverandi þingmanns Sjálfstæðisflokks og núverandi þingmanns Viðreisnar, og Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns og formanns VG, sem sögðu báðar á þeim tíma að endurskoða ætti verð á áfengi. Katrín sagði vel koma til greina að lækka opinber gjöld á áfengi á meðan Þorgerður Katrín sagði að Íslendingar væru fullfærir um að taka ákvarðanir um áfengisneyslu sjálfir, án þess að stjórnvöld stýri neyslu með háum áfengisgjöldum.

„Fróðlegt verður að sjá hvernig þessir þingmenn og aðrir greiða atkvæði um þá tillögu að hækka enn áfengisgjöldin,“ segir að lokum í frétt Félags atvinnurekenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi