fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Tekinn af lífi 22 árum eftir ódæðið

Ronald Smith hóstaði og kúgaðist í þrettán mínútur áður en hann var úrskurðaður látinn

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 10. desember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronald Smith, 45 ára karlmaður í Alabama, var tekinn af lífi á fimmtudagskvöld.

Smith var dæmdur fyrir morð á starfsmanni verslunar í Huntsville árið 1994, en hann var 23 ára þegar hann skaut starfsmanninn, Casey Wilson, til bana. Smith ætlaði að ræna verslunina.

Við réttarhöldin mæltu kviðdómendur með því að Smith fengi lífstíðarfangelsisdóm án möguleika á reynslulausn, en dómarinn í málinu, Lynwood Smith, ákvað að fara ekki eftir ráðleggingum kviðdómenda og dæmdi Smith til dauða.

Við réttarhöldin kom fram að Smith hefði verið virkur í skátunum á sínum yngri árum, en á unglingsárunum hefði hann farið að misnota áfengi. Hann skaut Wilson þremur skotum og játaði glæpinn í yfirheyrslum hjá lögreglu.

Verjendur Smith reyndu allt fram á síðasta dag að fá dauðadómnum breytt í lífstíðarfangelsi en allt kom fyrir ekki. Reyndu þeir að færa rök fyrir því að lyfin sem notuð eru við aftökur séu ekki örugg að því leyti að fangar finni ekki fyrir sársauka þegar lyfjunum er sprautað í þá.

Blaðamaður sem varð vitni að aftökunni í gærkvöldi sagði að aftakan hefði tekið 34 mínútur. Smith hefði hóstað og kúgast í um þrettán mínútur áður en hann var úrskurðaður látinn.

Smith var tuttugasti fanginn sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum það sem af er ári og annar fanginn í Alabama á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum