fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Segir stjórnvöld hegna öryrkjum og senda þeim „fingurinn“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir á vef ÖBÍ að stjórnvöld hafi hegnt örorkulífeyrisþegum og sent þeim  „fingurinn“ í stað þess að huga að fjölskyldum landsins, með því að „taka utan um þær“.

Hún segir kjör fatlaðs og langveiks fólks hafa versnað gríðarlega á undanförnum 20 árum og segir það vera þyrni í augum stjórnvalda sem leiti „allra leiða til að uppræta þennan hóp.“

Þuríður segir einnig:

„Ég verð að játa að ég sem afar bláeyg og trúgjörn trúði því í upphafi síðasta árs að stjórnvöld myndu í raun einhenda sér í að að leiðrétta kjör örorkulífeyrisþega, þau myndu afnema krónu á móti krónu skerðinguna, þau myndu hækka örorkulífeyri og lagfæra stuðningsúrræði s.s. húsnæðismál og heilbrigðismál. Hvað kostar fátækt og jaðarsetning samfélagið á ári, hvaða gjald greiðum við sem samfélag, þegar fátækt er viðhaldið og verður vaxandi?“

Þá segir Þuríður:

„Mín upplifun af aðgerðum valdhafa þjóðarinnar er sú að þau ákváðu að hegna örorkulífeyrisþegum og senda þeim þjóðfélagshópi fingurinn.“

Lífsafkoman háð duttlungum stjórnvalda

Þuríður nefnir að ekki eigi að refsa fyrir heilsuleysi og telur framfærsluna allt of lága:

„Það þarf ekki mikla skynsemi til að sjá að framfærsla fólks sem er veikt eða fatlað, (kr. 240.000 fyrir skatt) er allt of lág. Mér þótti því afar einkennileg sú aðgerð stjórnvalda á síðasta ári að hækka atvinnuleysisbætur í kr. 270.000 en skilja fatlað og langveikt fólk eftir með 238.000 kr. Ég get illa skilið þá ákvörðun stjórnvalda að gera fötluðu og langveiku fólki, lífsskilyrði sem allra erfiðust. Bendi ég á að stærstur hópur öryrkja er fólk sem komið er vel yfir fimmtugt þegar það missir heilsuna, þetta fólk á í flestum tilfellum ekki afturkvæmt á vinnumarkað. Það er ekki tímabundið atvinnulaust heldurhefur flest misst heilsu eða fatlast til lífstíðar. Hvorki þessu fólki né öðru fötluðu og langveiku fólki á að refsa fyrir heilsuleysi og áratuga framlag til þjóðarbúsins, með framfærslu sem engan veginn dugar og í raun eykur líkur á angist, kvíða og frekari veikindum. Fatlað og langveikt fólk á að eiga skjól samkvæmt stjórnarskrá, réttur þess til mannsæmandi lífs á að vera varinn af stjórnvöldum. Í stað þess er þessi hópur nánast varnarlaus og lífsafkoma þess algjörlega háð því hvernig stjórnvöld líta til þessa hóps hverju sinni og undanfarin 20 ár hafa stjórnvöld ekki varið afkomu þessa hóps.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki