fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Vara við hættulegum sjúkdómi á vinsælum ferðamannastað

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. janúar 2019 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hyggja á ferðalög til Taílands á næstunni ættu að hafa vara á sér því hundaæði hefur gert vart við sig í stórum hluta landsins. 17 manns hafi látist af völdum sjúkdómsins til þessa. Smithættan er mikil og sífellt fleiri ferðamenn leita til læknis í Taílandi af ótta við að hafa smitast.

Fyrr í vetur voru 40 héruð landsins að glíma við hundaæðistilfelli og um miðjan ágúst höfðu tæplega 1.200 smituð dýr verið fönguð.

Taílensk stjórnvöld hugðust bólusetja 10 milljónir hunda og katta fyrir lok september á síðasta ári til að ná tökum á ástandinu en það gekk ekki eftir. Yfirvöld fengu ekki þá tíu milljón bólusetningaskammta sem pantaðir höfðu verið og hluti af bóluefnunum sem fengust voru gömul og léleg að gæðum og gerðu því lítið gagn.

Nú herma fregnir að búið sé að bólusetja rúmlega 3,5 milljónir hunda og katta. Nú geysar hundaæði í 31 héraði af 76 í landinu, þar á meðal í hlutum höfuðborgarinnar Bangkok.

Þrátt fyrir að nafn sjúkdómsins bendi til að hann tengist aðeins hundum þá er það ekki svo. Hann getur borist í margar dýrategundir, ketti, leðurblökur, kýr, apa og menn. Sjúkdómurinn smitast við bit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni