fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Sonur hennar tók eftir svolitlu athyglisverðu á Toblerone-pakka: „Sonur þinn er snillingur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 30. desember 2018 11:00

Toblerone er vinsælt hátíðarnammi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter-notandi að nafni Stephanie setti Twitter-samfélagið svo sannarlega á hliðina á milli jóla og nýárs. Stephanie birti mynd af Toblerone-pakka með eftirfarandi orðaskiptum við son sinn.

„Sonur minn fékk í fyrsta sinn Toblerone í dag. Hann spurði: „Af hverju eru björn þarna?“ Ég: „Hvaða björn?“,“ skrifar Stephanie, sem hafði ekki hugmynd um að lítill björn væri að fela sig í fjallinu á Toblerone-pakkanum.

„Ég var jafn gömul og ég er í dag þegar ég fékk að vita að það er björn í Toblerone-lógóinu.“

Svipuð mál þar sem fólk hefur uppgötvað björninn hafa komið upp áður. Þrátt fyrir það voru fylgjendur Stephanie á Twitter í áfalli yfir þessari uppgötvun og hefur færslunni verið endurtíst tæplega átta þúsund sinnum. Virðist sem margir hafi alls ekki áttað sig á þessum sæta birni í fjallinu fyrr en nú.

„Ég hef aldrei séð þetta!!! Sonur þinn er snillingur!“ skrifar einn og margir taka í sama streng.

„Ég hef borðað þetta í fimmtíu ár og aldrei tekið eftir þessu. Strákurinn þinn er snillingur. Mér til varnar þá er ég minnst að hugsa um umbúðirnar þegar ég fæ mér svona.“

Einnig voru margir sem töldu þetta það áhugaverðasta sem hefði gerst á árinu sem er að líða.

Hvað segja lesendur DV? Voruð þið búin að taka eftir Toblerone-birninum?

Sjáið þið björninn?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“