fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Fjárfesta í skyrútrás MS í Bandaríkjunum

Mjólkursamsalan og einkafjárfestar eru hluthafar í skyrsölufyrirtækinu Icelandic Provisions í Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. nóvember 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjólkursamsalan (MS) og innlendir einkafjárfestar eru í hluthafahópi bandaríska fyrirtækisins Icelandic Provisions Inc. sem hóf síðasta vetur að selja íslenskt skyr vestanhafs. Skyrið kemur frá afurðastöð MS á Selfossi en framleiðsla Icelandic Provisions í Bandaríkjunum á að hefjast á fyrri hluta næsta árs. Skrifstofur fyrirtækisins eru í fjármálahverfi New York-borgar en fjárfestingarsjóðurinn Polaris Founders Capital í Boston kom ásamt MS að stofnun þess. Einar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri MS, er stjórnarformaður sölufyrirtækisins og hlutafjársöfnun þess, upp á um 11 milljónir dala eða 1,2 milljarða króna, stendur nú yfir.

Egill Sigurðsson segir áform MS gera ráð fyrir að framleiðsla á skyri Icelandic Provisions í Bandaríkjunum hefjist á fyrri hluta 2017.
Stjórnarformaður Auðhumlu Egill Sigurðsson segir áform MS gera ráð fyrir að framleiðsla á skyri Icelandic Provisions í Bandaríkjunum hefjist á fyrri hluta 2017.

Á 18% hlut

MS á 18 prósenta hlut í Icelandic Provisions sem er með einkaleyfi á sölu á skyri íslenska samvinnufélagsins í Bandaríkjunum. Einar Sigurðsson hefur sagt við fjölmiðla þar í landi að vörurnar séu seldar í yfir 900 verslunum á austurströnd Bandaríkjanna. Um er að ræða skyr með sjö mismunandi bragðtegundum og í markaðssetningu fyrirtækisins eru saga íslenska skyrsins og MS mjög áberandi. Icelandic Provisions rekur starfsemi sína frá 19. hæð skýjakljúfs við Broadway í fjármálahverfi Manhattan.

„Við vorum búnir að vera inni á bandaríska markaðnum en fórum svo inn í þetta fyrirkomulag. Við ætlum okkur á fyrri hluta næsta árs að framleiða skyr í Bandaríkjunum í samstarfi við aðila þar. Það er mjög erfitt að ætla sér að þjónusta markaðinn þarna með flugi frá Íslandi. Við höfum aldrei selt jafn mikið skyr til Bandaríkjanna og á yfirstandandi ári og salan verður tvöföld miðað við árið í fyrra,“ segir Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum í Ásahreppi og stjórnarformaður samvinnufélagsins Auðhumlu sem á 90 prósent í MS. Hin tíu prósentin eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.

Siggi Skyr líka í New York

Siggi Skyr líka í New York

Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði bandaríska fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation árið 2006 en það framleiðir skyr og aðrar mjólkurvörur undir nafninu Siggi’s. Skyrið er byggt á íslenskri uppskrift og var í árslok 2014 selt í yfir fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Höfuðstöðvar Siggi’s eru einnig í New York. Þá stofnaði ljósmyndarinn Smári Ásmundsson fyrirtækið Smári-Organics í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna árið 2010. Smári framleiðir jógúrt eftir íslenskri uppskrift.

Eigendur Icelandic Provisions hafa sótt um einkaleyfi á skyrdósum fyrirtækisins, sem eru tígullaga, og ýmsum slagorðum. Umsóknirnar eru einnig lagðar fram af bandaríska félaginu SkyrCo Inc. sem Egill segir hafa haldið utan um sölu á vörum MS í Bandaríkjunum áður en nýja félagið var stofnað.

„Við erum að reyna að aðgreina okkur á markaðnum og búa til vörumerki. Bæði innlendir og erlendir fjárfestar sjá verðmæti í tengingu við MS og söguna. Upphaflega var hönnunin með það markmið að dósirnar röðuðust betur á vörubrettum. Það er ákaflega dýrt að flytja þetta út með flugi og líka ótryggt því fraktin er alltaf víkjandi í öllu flugi,“ segir Egill.

Þynnist ekki út

Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur verið ráðgjafi MS og Polaris Founders Capital við fjármögnun verkefnisins hér á landi. Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, segir að hlutafjársöfnuninni sé ekki lokið og stefnt sé að eiginfjárframlagi frá innlendum og erlendum fjárfestum upp tæpar 11 milljónir dala. Aðspurður vill hann ekki svara því hvaða innlendu fjárfestar hafa nú þegar skuldbundið sig verkefninu.

„Þeir hafa verið að bæta í hlutaféð en það er allt gert með þynningu á hinum 82 prósentunum sem MS á ekki. Hlutur okkar þynnist ekki út og okkar prósentutala verður föst fyrstu þrjú árin. Við höfum ekki lagt neina peninga í þetta heldur þekkingu, uppskriftir, tækniaðstoð og fleira og aðrir koma svo að því að fjármagna þetta með okkur,“ segir Egill. Ekki náðist í Einar Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum