fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Vilhjálmur hjólar í VG: „Telst alveg sjálfsagt að ljúga, blekkja og svíkja kjósendur, alþýðuna og heimilin“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. desember 2018 09:52

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir Vinstri græna harðlega í stöðufærslu á Facebook. Hann segir flokksmenn hræsnara og upp í rúmi með Sjálfstæðisflokknum. Vilhjálmur segir að sagan hafi sýnt íslensk stjórnmálamenning sé ein risastór hræsni þar sem það telst alveg sjálfsagt að ljúga.

Vilhjálmur bendir á að VG hafi boðað sömu kröfu og verkalýðshreyfingin gerir nú. „Á undaförnum árum þegar Vinstri grænir voru í stjórnarandstöðu stóðu þingmenn á öllum torgum og öskruðu hátt og skýrt það sé samfélagsleg skylda okkar að lagfæra lægstu laun á íslenskum vinnumarkaði. Um þetta eru til fjölmargar greinar og stuðningsyfirlýsingar frá þingmönnum Vinstri græna við kjarabaráttu verkafólks. Rétt er t.d. að rifja upp þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon alþingismenn VG lögðu fram frumvarp fyrir nokkrum árum um lögbindingu lágmarkslauna, en í dag vantar 114.000 krónur uppá lágmarkslaun dugi fyrir framfærsluviðmiðum sem Velferðaráneytið hefur gefið út,“ segir Vilhjálmur.

Hann spyr hvar þingmenn VG séu nú. „En í frumvarpinu kom fram að verði frumvarpið að lögum mun upphæð lægstu launa verða bundin í lögum og fylgir þróun neyslu- og framfærslukostnaðar í landinu með tengingu við neysluviðmið velferðarráðuneytisins. Einnig kom fram í fréttum um frumvarpið að samfélagið beri ábyrgð á því fólki sem býr við lökust kjörin og því er það líka á ábyrgð löggjafans ekki síður en aðila vinnumarkaðarins að fólki séu tryggð mannsæmandi kjör. Því spyr ég núna, hvar eru þingmenn Vinstri græna? Sérstaklega í ljósi þess að krafa verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarasamningum er nákvæmlega sú sama og frumvarp þingmanna Vinstri græna hljóðaði uppá fyrir nokkrum árum. Það er að segja að lágmarkslaun dugi fyrir framfærsluviðmiðum sem Velferðaráðuneytið hefur gefið þannig að fólk geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir að þrátt fyrir fagurgal áður þá heyrist ekkert nú í þeim sömu þingmönnum. „Það er sorglegt að sjá hvernig þingflokkur og ráðherrar Vinstri græna breiða nú sængina upp fyrir haus, í ljósi þess að núna hafa Vinstri grænir raunverulegt tækifæri til að standa með íslensku verkafólki, vegna þess að flokkurinn leiðir ríkisstjórn Íslands. Þrátt fyrir gríðarlegan fagurgala Vinstri græna á liðnum árum um að hækka þurfi lágmarkslaun verulega heyrist ekki eitt einasta orð frá þeim núna og það loksins þegar flokkurinn hefur stórkostlegt tækifæri að standa með þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir það lýsandi að ekkert hafi heyrst úr röðum VG þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hótaði verkafólki. „ Staðin fyrir að standa við stóruorðin um að vilja lagfæra kjör lágtekjufólks leggst allur þingflokkur Vinstri græna uppí rúm með þingflokki sjálfstæðismanna og breiða vel upp haus, nema þegar þarf að verja sérhagsmuni t.d. fjármálakerfisins. Meira segja lætur þingfokkur VG það átölulaust að fjármálaráðherra hóti íslensku verkafólki um að ef það biðji um þá sanngjörnu kröfu um að lágmarkslaun dugi fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar þá komi ekki neinar skattbreytingar til hafsbóta fyrir lágtekjufólk. Ekki orð frá VG þótt hótanir fjármálaráðherra dynja á alþýðu þessa lands í aðdraganda kjarasamninga. Hefur sagan ekki bara sýnt okkur það að íslensk stjórnmálamenning sé ein risastór hræsni þar sem það telst alveg sjálfsagt að ljúga, blekkja og svíkja kjósendur, alþýðuna og heimilin eins og enginn sé morgundagurinn,” segir Vilhjálmur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum