Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er farin að slá sér upp.
Hinn heppni er þrítugur Borgnesingur, Halldór Óli Gunnarsson. Halldór er þjóðfræðingur með MA-gráðu í hagnýtri menningarmiðlun. Hann var í 12. sæti á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017 og stóð fyrir kvikmyndahátíðinni BFF, Borgarnes Film Freaks, ásamt Michelle Bird, sem haldin var í Landnámsetrinu í Borgarnesi í janúar síðastliðnum.
Dóra Björt er forseti borgarstjórnar Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna, sem mynduð var í kjölfar borgarstjórnarkosninganna í vor. Ekki hefur farið mikið fyrir parinu opinberlega, en þó má sjá Halldóri bregða fyrir á Instagram-síðu Dóru Bjartar, nú síðast um síðastliðna helgi þegar Dóra deildi mynd af þeim Pírata-skötuhjúum með textanum: „Krakkarnir, ástin og jólin.“