fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sóli Hólm ósáttur: Gert grín að slysi bróður hans

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. desember 2018 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn Sóli Hólm skammar gárunga á Twitter sem gerðu grín af slysi bróður hans. Vísir greindi frá því í vikunni að Sigurður Sólmundarson, sem er stundum kallaður Costco-gaurinn, hafi lent í bílslysi en litlu mátti muna að illa færi. Þessi frétt varð tilefni til þess að sumir gerðu grín á Twitter af fréttinni.

Sigurður er kallaður Costco-gaurinn þar sem hann birti myndbönd stuttu eftir opnun búðarinnar þar sem hann fjallaði um vörur Costco á gamansaman máta. Hann greindi frá slysinu á Facebook í gær og skrifaði: „Ég lenti í bílslysi síðdegis í gær. Fékk aðsvif, fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á smábíl stúlku sem betur fer slapp vel. Ég er sem sagt brotinn á báðum fótum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður. Takk fyrir allar kveðjurnar, elsku vinir.“

Nokkrir gerðu grín af þessu, þar á meðal Sveinbjörn Pálsson. Hann skrifaði: „Við á Twitternum óskum öll Herði Kristbirni Ágústssyni í Macland skjótan bata.“ Þar vísar hann til þess að Hörður stýrir hópnum Costco – Leiðindi á Facebook, en það helsti vettvangur Costco-gríns á Ísland.

Sóli Hólm gagnrýnir þetta og þykir þetta grín óviðeigandi þar sem um alvarlegt slys var að ræða. Sveinbjörn svarar og óskar bróður hans skjótum bata: „Leitt að heyra að þetta sé bróðir þinn, vona að hann fái skjótan bata.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum