fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Björgvin um styrktarsjóð Sósíalista: „Hér boðar Sanna aðferð til að fara framhjá lögum um fjármál stjórnmálaflokka“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir á dögunum að hún hygðist leggja Maístjörnunni til 100 þúsund krónur á mánuði af launum sínum, en Maístjarnan er nýr styrktarsjóður Sósíalistaflokksins og skráður á sömu kennitölu.

Sjá nánarSósíalistar stofna styrktarsjóðinn Maístjörnuna:„Finnst að við eigum að setja mörk á hæstu laun í samfélaginu“

Þverbrýtur lög um fjármál stjórnmálaflokka

Björgvin Guðmundsson, fyrrum ritstjóri Viðskiptablaðsins og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins KOM, bendir á það á Twitter í gær að ef Sanna láti meira en 400 þúsund krónur af hendi á ári, sé hún að brjóta lög um fjármál stjórnmálaflokka.

Hann segir einnig að í skilmálum Maístjörnunnar, fyrir þá sem leggja félaginu til fé, standi að fullum trúnaði sé heitið gagnvart kaupanda og upplýsingar verði ekki afhentar þriðja aðila „undir neinum kringumstæðum.“

Sú fullyrðing gengur einnig gegn lögum um fjármál stjórnmálaflokka, sem segja: „Einnig skal birta nöfn einstaklinga sem veitt hafa framlög sem eru metin á meira en 200.000 kr.“

Björgvin greinir einnig frá því að fullyrðing Sósíalistaflokksins standist ekki varðandi trúnaðinn gagnvart kaupanda, þar sem Ríkisendurskoðun birti öll nöfn lögaðila og einstaklinga sem gefi stjórnmálaflokkum yfir 200 þúsund krónur á ári.

Sér ekki vandamálið

Sanna var til viðtals í Fréttablaðinu í gær varðandi málið. Hún sagðist ekki sjá hvert vandamálið væri, Maístjarnan væri sjálfstætt verkefni, þó það væri á vegum Sósíalistaflokksins:

„Þetta er hugsað til að deila fjár­magni til þeirra sem þurfa. Maður hefði hugsað að þessar reglur, eða þessi lög, séu til að halda utan um styrki til flokka en þarna er flokkurinn að deila út fjár­magni, þannig þetta er eigin­lega akkúrat öfugt.“

Aðspurð hvort Maístjarnan ætlaði að sækja um nýja kennitölu fyrir Maístjörnuna, sagði Sanna:

„Ég á mjög erfitt með að sjá hvað vanda­málið er. Þarna er flokkurinn í rauninni að láta frá sér fjár­magn, en fram­lagið sem við fengum fyrir að vera borgar­stjórnar­flokkur það var 900 þúsund og það fór inn á Maí­stjörnuna þannig við erum ein­mitt ekki að fá inn pening inn á borð flokksins, við erum að fá inn á Maí­stjörnuna.“

Lögin skýr

Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun, sagði við Fréttablaðið að lögin væru alveg skýr:

„Ef þetta er ekki að­greint, þá er þetta hluti af stjórn­mála­starfinu og þá gilda sömu reglur. Þá er þetta inni í rekstri sam­takanna og þá gilda reglurnar um fram­lögin.“

Björgvin segir að með ummælum sínum í Fréttablaðinu sé Sanna að opinbera hvernig Sósíalistaflokkurinn ætli að fara framhjá lögunum:

„Hér boðar Sanna aðferð til að fara framhjá lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Framkvæmdastjórn @sosialistar „heldur utan um og mótar starfsemi“ maístjörnunnar, sem mun styðja við málflutning flokksins. Þetta er siðbót sósíalista í íslenskri pólitík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“