fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Matur

Rúmlega 5000 manns skoða þessa uppskrift á hverjum degi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 08:00

Þetta lasagna ku vera gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er stutt í áramót og margir vefmiðlar farnir að taka árið saman í máli og myndum. Meðal þeirra er Reader’s Digest, en einn af undirvefjum þess miðils er lífsstílsvefurinn Taste of Home. Á Taste of Home eru oft birtar uppskriftir, en hér fyrir neðan er ein uppskrift sem hefur svo sannarlega skarað fram á.

Reader’s Digest segir frá því að rúmlega fimm þúsund manns skoði uppskriftina á hverjum degi, en hún er að einföldu lasagna sem sagt er með því besta. Hér þarf ekki frekari málalengingar – við kynnum þessa vinsælu uppskrift

Besta lasagna

Hráefni:

9 lasagna plötur
560 g mild ítölsk pylsa
340 g nautahakk
1 meðalstór laukur, skorinn í bita
3 hvítlauksgeirar, smátt skornir
2 dósir maukaðir tómatar
340 g tómatpúrra
2/3 bolli vatn
2 – 3 msk. sykur
3 msk. + 1/4 bolli fersk steinselja, söxuð
2 tsk. þurrkað basil
3/4 tsk. fennel fræ
3/4 tsk. salt
1/4 tsk. svartur pipar
1 stórt egg, þeytt
425 g ricotta ostur (eða kotasæla)
4 bollar rifinn ostur
3/4 bolli rifinn parmesan ostur.

Aðferð:

Sjóðið lasagna plöturnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Steikið pylsu, hakk og lauk yfir meðalhita í 8 til 10 mínútur, eða þar til kjötið er ekki lengur bleikt. Bætið hvítlauk saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Hærið tómötum, púrru, vatni, sykri, 3 matskeiðum af steinselju, basil, fennel, 1/2 teskeið af salti og pipar saman við kjötið og náið upp suðu. Lækkið þá hitann og látið malla í hálftíma og hrærið reglulega. Blandið eggi, ricotta osti og restinni af steinseljunni og saltinu saman í lítilli skál. Hitið ofninn í 190°C og dreifið úr 2 bollum af kjötsósunni í stórt, eldfast mót. Leggið þrjár lasagna plötur yfir og síðan þriðjung af ricotta blöndunni. Drissið 1 bolla af rifnum osti ofan á og 2 matskeiðum af parmesan. Endurtakið tvisvar og ljúkið þessu á restinni af kjötsósunni og stinum. Klæðið mótið í álpappír og bakið í 25 mínútur. Takið álpappír af og bakið í 25 mínútur til viðbótar. Takið úr ofninum og leyfið að hvíla í korter áður en lasagna er borið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum