fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Íbúar stoppuðu af vistheimili fyrir ungmenni – Veikum börnum útskúfað, segir Halldór Auðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Norðlingaholti hafa komið í veg fyrir að vistheimili fyrir ungmenni í vímuefnavanda verði tekið í notkun. Íbúar lögðu fram lögbannskröfu á starfsemina sem sýslumaður hefur samþykkt. Greint er frá málinu á vef Morgunblaðsins. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er afar ósáttur við afstöðu íbúanna og segir þá vera að útskúfa börnum og skrímslavæða þau.

Í frétt Morgunblaðsins lýsir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, yfir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu og segir lögbannið byggja á miklum misskilningi á eðli starfseminnar. Þá segir hún hryggilegt að andstaða íbúa í nágrenni við vistheimilið hafi komið í veg fyrir að börn í vanda fengju eðlilegt heimili.

Það er afar þungt hljóð í Halldóri Auðar pírata vegna málsins í pistli sem hann ritar um það og segir hann að þetta lýsi miklum fordómum í garð barna í vanda:

 „Ömurlega sorglegt mál. Ég nenni ekki einhverri meðvirkni með því að áhyggjur þessa fólks hafi mögulega einhvern rétt á sér. Þær eiga fjandakornið ekki rétt á sér.

Við sem samfélag þykjumst hafa svaka samúð með ungmennum sem lenda í fíkn en þegar allt kemur til alls þá eiga þau bara að vera einhvers staðar þar sem þau angra engan og eru ekki fyrir. Þessi fordómafullu viðhorf eru bara á nákvæmlega sama stað og viðhorfin til fatlaðs fólks voru fyrir ekkert það löngu, þegar barist var gegn því að það fengi að vera nálægt öðru fólki af því það hafði jú áhyggjur af því hvað gæti gerst.

Ef samfélaginu væri raunverulega umhugað um bata ungmenna sem eru að reyna að ná sér upp úr fíkn væru þau umföðmuð hvert sem þau kæmu. Svo er ekki og því er samfélaginu einfaldlega í raun ekkert umhugað um þau. Þau eru skrímslavædd og þeim er útskúfað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst