fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Mamma – „Ég sé dáið fólk“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var að ganga heim með þriggja ára dóttur minni eftir leikskóla. Hún var að segja mér frá deginum og hvað hún vildi í kvöldmat. Hún skipti ótt og títt um umræðuefni. „Ég á nýjan besta vin,“ sagði hún. „Frábært,“ sagði ég. „Hvað heitir hún?“ Tilly. Hún á heima í húsinu okkar. Hún er vinkona mín og hún er dáin. Alex er líka vinur minn. Hann býr hér. Hann dó. Mamma hans og afi dóu líka. Við ætlum að leika á eftir.“

Svona lýsir Rebecca Evans, blaðamaður, frásögn þriggja ára dóttur sinnar, Rosalyn, á vinum hennar sem eiga heima í húsi fjölskyldunnar á Englandi en það er mjög gamalt.

Í umfjöllun Daily Mail um málið segir Evans að hún hafi aldrei rætt um Tilly eða Alex við dóttur sína eða líf eftir dauðann. Rosalyn hafi komist næst dauðanum þegar köttur afa hennar og ömmu var aflífaður. Evans segist ekki vera hjátrúarfull og sem blaðamaður vilji hún halda sig við staðreyndir og sannanir og trúi ekki á drauga. Það segir hún vera mikið lán því hún og Rosalyn séu yfirleitt einar í húsinu alla virka daga þar sem fjölskyldufaðirinn starfi í Lundúnum en fjölskyldan býr í húsi frá sextándu öld í Devon.

Evans ákvað að grafast aðeins fyrir um málið og komst að því að samkvæmt manntali frá 1861 bjó 10 ára drengur, Alexander Turner, í húsinu. 1891 bjó Matilda Oke þar, þá tvítug. Líklega hafði hún búið í húsinu um árabil.

Í umfjöllun Daily Mail er einnig fjallað um Alice, sem nú er 11 ára, sem segist hafa séð látið fólk frá því að hún var tveggja ára. Haft er eftir móður hennar, Katie Jones, að þegar Alice var tveggja ára hafi hún eitt sinn byrjað að gráta mikið og sagt að tveir menn væru inni í herberginu hennar og væru að stara á hana og öskra. Síðar sagði hún að stúlka að nafni Sheila sæti við fótagaflinn og gréti yfir móður sinni. Þegar Jones fletti gömlum dagblöðum sá hún að stúlka að nafni Sheila var myrt í húsinu.

Hvorug móðirin segist hafa skýringar á þessum upplifunum dætra sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“