fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Mótmæli á Austurvelli  – Fyrirlíta þingmenn öryrkja? – Myndir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. desember 2018 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkurt fjölmenni er samankomið á Austurvelli á mótmælafundi sem boðað hefur verið til í kjölfar birtingar úr leyniupptökum frá drykkjusamsæti sex þingmanna á veitingastaðnum Klaustri fyrir tíu dögum. Í samtölum þingmannanna var meðal annars hæðst að konum, samkynhneigðum og fötluðum.

Meðal þeirra sem fluttu ræður voru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Þuríður sagði í ræðu sinni að nú veltu margir öryrkjar því fyrir sér hvort bág staða þeirra væri að hluta til tilkomin vegna fyrirlitningar þingmanna á þeim og vísaði þar til þess hugarfars sem mörgum þykja leyniupptökurnar lýsa.

Ljósmyndari DV var á staðnum og sagði ríflega hálfan Austurvöll vera þakinn fólki og taldi það mikið miðað við að afar kalt er í veðri í dag. Meðfylgjandi myndir eru frá mótmælunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila