fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

10 merki um að þú sért kannski ástfangin/n!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 1. desember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er að vera ástfanginn? Hvað er að vera skotinn? Er einhver munur á þessu tvennu?
Ástinni hefur verið lýst með ýmsum hætti í gegnum veraldarsöguna, allt frá því að snúast um mælanlegar breytingar á boðefnum í heila og yfir í orðaskrúð ofurvæminna ljóðabálka.
Ljóst er að ást er að mörgu leyti menningarlegt fyrirbæri – enda leggja jarðarbúar misjafnan skilning í hugtakið. Skilningurinn veltur ekki bara á búsetu heldur líka á tímabilum.
Eitt er víst að yfirleitt vitum við hvað er á seyði þegar við verðum ástfangin – þó að erfitt sé stundum að útskýra það. Hér eru nokkur merki sem við á Bleikt tókum saman með aðstoð góðra vina, sem gætu bent til þess að þú sért að verða ástfangin/n:

1. Rauðbeður

Þú hefur alltaf hatað rauðbeður en rankar við þér þegar þú ert búin/n að borða heila rauðbeðuskál með bestu lyst.

2. Fullnægingar

Þegar þú fróar þér eru fantasíurnar kannski orðnar aðeins öðruvísi – já og fullnægingarnar sterkari.

3. Hrein gleraugu

Það er eins og skynfærin skerpist – svipað og ef þú ert búin/n að ganga með skítug gleraugu í heilan dag og pússar þau svo. Þú heyrir grasið gróa og snjóinn snóa – hér um bil.

4. Allt nýtt

Þú ert skyndilega farin/n að gera nýja hluti. Uppvaskið verður sannarlega skemmtilegt vegna nýju dagdraumanna.

5. Ha, hvað er aftur tinder?

Allt í einu uppgötvar þú að þú hefur ekki kíkt inn á Tinder svo dögum skiptir.

6. Hvað var það aftur sem ég átti að gera?

Úpps, þú gleymdir að borða. Í fjórða skiptið í þessari viku.

7. „Spilaðu annað væmið lag herra plötusnúður“

Vælið í honum Ed Sheeran fer að meika sens – já og öll hin ástarlögin líka.

8. Namm!

Þurra tekexið sem þú nartar í með honum/henni eftir ástarleik bragðast betur en sjö rétta Michelin-máltíð í París.

9. Ó þetta eyra!

Þú getur starað á nef eða eyra eða annan líkamshluta á henni/honum og týnt þér í fegurðinni.

10. Netflix og chill

Þú ert til í að endurtaka ýmislegt, bara til þess að fá að upplifa hlutina með hann/hana þér við hlið (til dæmis að horfa á allar fimm seríurnar af Breaking Bad).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.