fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Jóhanna bjargaði lífi Bjarna: „Mamma okkar er ofurhetja“ – Þú þarft að kunna þetta líka

Hneig niður í hjartastoppi – „Ég er svo þakklát fyrir að mamma skuli hafa þorað og getað brugðist hárrétt við án þess að hika“

Auður Ösp
Föstudaginn 16. febrúar 2018 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er óendanlega þakklát fyrir það að mamma hafi verið á réttum stað á réttum tíma og þorað að grípa inn í,“ segir Ásdís Birna Bjarnadóttir en snarræði móður hennar, Jóhönnu Soffíu Hansen leiddi til þess að faðir Ásdísar, Bjarni Jón Bárðarson, komst heildu og höldnu undir læknishendur eftir skyndilegt hjartastopp.

„Þetta var núna á miðvikudaginn, á Valentínusardaginn. Mamma og pabbi voru heima og voru bara í rólegheitunum að spjalla og systir mín var inni í herbergi,“ segir Ásdís Birna í samtali við blaðamann DV.

Það var síðan fyrirvaralaust að faðir Ásdísar hneig niður og hafði hann þá fengið hjartastopp.

„Pabbi fékk hjartaáfall í mars í fyrra en þetta hjartastopp er ekki talið tengjast því. Það var enginn fyrirboði eða neitt,“ segir Ásdís Birna jafnframt en hún greinir einnig frá atvikinu í færslu á facebook. Það reyndist til happs að móðir hennar hefur áður sótt skyndihjálparnámskeið en hún starfar hjá Hitaveitunni en þar eru reglulega staðið fyrir svokölluðum öryggisvikum.

„Mamma var sem betur fer heima, þrátt fyrir að hafa átt að vera lōngu farin útúr húsi, og brást hárrétt við. Hún sá að hann var ekki að anda og sýndi engin viðbrögð. Hún byrjaði þegar í stað að hnoða hann á meðan hún hringdi í neyðarlínuna.

Örskammri stund seinna var húsið fullt af sjúkraflutningamönnum, lögregluþjónum og lækni sem tóku við af mömmu að halda pabba mínum á lífi.“

Ásdís Birna Bjarnadóttir ásamt unnusta sínum Arnar Geir Gestssyni. Ljósmynd/Facebook.
Ásdís Birna Bjarnadóttir ásamt unnusta sínum Arnar Geir Gestssyni. Ljósmynd/Facebook.

Hárrétt viðbrögð

Faðir Ásdísar dvelur enn á sjúkrahúsi og er að hennar sögn á góðum batavegi. Ásdís og systkini hennar vilja koma frásögninni á framfæri í von um að vekja fólk til umhugsunar. Þá vill Ásdís koma á framfæri þökkum fyrir hönd móður sinnar til þeirra fjölmörgu aðila sem komu á vettvang þennan dag. „Það er mikið ferli og mikil samvinna sem fer í gang þegar það er verið að bjarga lífi. Það voru margir sem komu að þessu og við erum mjög þakklát öllum,“

segir Ásdís Birna en í færslunni minnir hún fólk á að setja kærleika og þakkláti í forgang. Lífið sé hverfult og mikilvægt sé að njóta hverrar mínútu. Þá segir hún að mikilvægt sé að allir hafi þekkingu á skyndihjálp.

„Ég er svo þakklát fyrir skyndihjálparnámskeiðið sem mamma fór á í vinnunni. Ég er svo þakklát fyrir að mamma skuli hafa þorað og getað brugðist hárrétt við án þess að hika. Ég er þakklát fyrir sjúkraflutningamennina sem voru komnir á 3 sjúkrabílum á eldsnöggt. Ég er þakklát fyrir lækninn sem var til taks á HSS og kom á staðinn. Ég er þakklát fyrir lögreglumennina sem komu og hugguðu okkur á meðan á þessu stóð. Ég er þakklát Lögreglunni í Reykjavík fyrir að loka gatnamótum til að koma honum sem fyrst á spítalann. Ég er þakklát læknum og hjúkrunarfræðingum á Hringbraut.

En fyrst og fremst þá er ég svo þakklát fyrir að pabbi okkar er enn á meðal vor, og er það hetjunni móður okkar að þakka. Mamma okkar er ofurhetja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“