fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Björn Bragi snýr aftur og gefur út jólabók

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 13:40

Björn Bragi Arnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið hefur farið fyrir skemmtikraftinum Birni Braga Arnarssyni frá því að myndband fór af stað á samfélagsmiðlum sem sýndi hann káfa á stúlku undir lögaldri. Málið var gífurlega umtalað um síðustu mánaðarmót en eftir að stúlkan baðst undan frekari umfjöllun hefur lítið verið talað um það opinberlega.

Nú stefnir hins vegar í það að Björn Bragi gefi út eina vinsælustu bók jólavertíðarinnar, ævisögu Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða íslenska landsliðins í fótbolta. Bókin kom í búðir á dögunum og er ekki harla ólíklegt að hún rati í marga jólapakka. Bókin er gefin út af félagi Björns Braga, Fullt tungl, sem er skráð til heimilis hjá foreldrum Björns. Í fyrra gaf Björn Bragi út bók Sólrúnar Diego, Heima, en sú bók seldist afspyrnu vel.

Sjá einnig: Það sem þú vissir ekki um Björn Braga: Umdeildasti maður landsins þessa vikuna

Líkt og fyrr segir vakti málið um síðustu mánaðarmót mikla athygli. Björn Bragi viðurkenndi að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega á Akureyri. Hann steig til hliðar sem spyrill Gettu betur og var afbókaður á skemmtanir.  Stúlkan sjálf sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem hún kvaðst hafa fyrirgefið honum. Björn Bragi hefur verið einn vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar síðustu ár. Bæði sem þáttastjórnandi sem og sem meðlimur í Mið-Ísland hópnum.

433 fjallaði fyrr í dag um hluta ævisögu Arons Einars en hann ræðir meðal annars opinskátt um drykkju sína á yngri árum. „Þegar ég var upp á mitt virkasta var þetta orðið þannig að ég fór á djammið með strákunum eftir leik á laugardegi og svo fór maður aftur út á sunnudeginum og fékk sér 4-5 bjóra og mætti svo á æfingu á mánudegi. Þetta var svo endurtekið helgina eftir – og þá næstu,“ segir Aron í bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd