fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Tillögu um 140 milljóna fjárveitingu til SÁÁ vísað frá í borgarstjórn: „Gríðarleg vonbrigði“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillögu Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að auka fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna vegna skorts á stuðningi og úrræðum við ákveðna hópa með fíknivanda var vísað frá á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Lagt var upp með að fjármagna tillöguna með niðurskurði í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar upp á 2,4% en áætlaður rekstrarkostnaður við miðlæga stjórnsýslu Reykjavíkurborgar nemur rúmum 5,8 milljörðum íslenskra króna fyrir árið 2019.

Tillagan felur m.a. í sér:

  1. Búsetu og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma.
  2. Stuðning og sálfræðiþjónustu við börn á aldrinum 8-18 ára sem eru aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm, auk sérhæfðs stuðnings með áherslu á foreldrafærni í þeirri viðleitni að styðja foreldra til bata.
  3. Þjónustu við einstaklinga 25 ára og yngri sem eiga í áfengis- og fíknivanda.
  4. Sérhæfðri eftirfylgni og stuðningsþjónustu við einstaklinga á aldrinum 50-75 ára með langvarandi fíknivanda.

Engin markviss stefna

Egill segir það sorglegt að ekki sé vilji hjá meirihlutanum í Reykjavík að auka við félagslegan stuðning við einstaklinga og fjölskyldur sem eru að glíma við fíknivanda.

 „Það gríðarleg vonbrigði að tillögunni hafi verið vísað frá enda ávinningurinn sem felst í samstarfi við SÁÁ augljós. Margar fjölskyldur og einstaklingar eru í mjög erfiðri stöðu og upplifa oft skilnings- og úrræðaleysi þegar kemur að áfengis og vímuefnavanda. Þess vegna lagði ég m.a. til að stórefla forvarnir og markvissan stuðning við aðstandendur.“

Egill segir enn fremur enga markvissa stefnu til hjá Reykjavíkurborg að koma fólki aftur út í lífið ef það misstígur sig:

„Hættan er sú að fólk festist í viðjum félagslega kerfisins um ókomna tíð.“

Egill segir ávinninginn ekki eingöngu samfélagslegan heldur einnig fjárhagslegan.

„Gríðarlegur samfélagslegur ávinningur er að fólk haldi virkni í samfélaginu en sá ávinningur er oft á tíðum vanmetin. Meðal þess sem kemur fram í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 um þjóðhagslega byrgði áfengis- og vímuefnanotkunar er að þjóðhagslegur kostnaður vegna þessa vanda sé 46-49 milljarðar króna á verðlagi ársins 2008,“ segir Egill og bætir við: „Ef þær fjárhæðir eru færðar yfir á verðlag dagsins í dag eru þetta í kringum 75 – 80 milljarðar. Þannig ætti fjárhagslegur ávinningur að vera hverjum manni augljós.“

 

Hægt er að nálgast tillöguna í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki