fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 17:30

Vottun hf. er staðsett í húsnæði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Keldnaholti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan september missti vottunarfyrirtækið Vottun hf. faggildingu sína á vottun stjórnunarkerfa frá Einkaleyfastofu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Vottunar hf. segir að faggildingin hafi einfaldlega runnið út og ekki hafi náðst í tæka tíða að taka út starfsemina svo faggildingin yrði framlengd. Heimildir DV herma hins vegar að brotalamir á úttektar- og vottunarferli fyrirtækisins hafi gert það að verkum að það reyndist nauðsynlegt að fella niður  faggildingu þess. Í lögum um faggildingu segir: „Þá getur faggildingarsvið fellt niður faggildingu ef skilyrði fyrir veitingu hennar eru ekki lengur uppfyllt eða faggiltur aðili hefur stórfellt eða ítrekað brotið ákvæði laga, reglugerðar, staðla og reglna sem gilda um faggildingu eða skilyrði þau sem sett hafa verið fyrir faggildingu hans“.

Eina faggilta vottunarstofa landsins um árabil

Vörumerki Vottunar hf.

Fyrirtækið Vottun hf. var stofnað árið 1991 og hefur, að eigin sögn, verið frumkvöðull og leiðandi í vottun stjórnunarkerfa á Íslandi og vottað á níunda tug fyrirtækja og stofnana. Á grundvelli faggildingarinnar um vottun stjórnunarkerfa hefur Vottun hf. haft undanþáguheimild til þess að veita fyrirtækjum jafnlaunavottun. Sú undanþága er því ekki í gildi lengur og óljóst hvaða áhrif niðurfelling hefur á fyrirtæki sem hlotið hafa vottun fyrirtækisins, enda hefur fyrirtækið ekki starfað í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa. Stærsti eigandi fyrirtækisins er Samtök iðnaðarins en einnig eru Félag atvinnurekanda, Viðskiptaráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja í eigendahópnum.

Vottun hf. hefur um árabil verið eina faggilta vottunarstofa landsins. Að auki hefur BSI á Íslandi haft umboð fyrir BSI Group sem veitt hefur vottanir hér á landi. Þessi fyrirtæki hafa nýtt sér áðurnefnda undanþáguheimild í lögum um jafnlaunavottun til þess að veita fyrirtækjum og stofnunum jafnlaunavottun í samræmi við lög þess efnis sem lögfest voru í júní 2017. Markmið laganna er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að
jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Samkvæmt lögunum þurftu öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri að vera komin með slíka jafnlaunavottun í lok þessa árs. Alls voru um 142 fyrirtæki skyldug til þess að fá slíka jafnlaunavottun fyrir ársloks 2018 ellegar var heimilt að beita fyrirtækin dagsektum. Aðeins hafa 39 fyrirtæki hlotið slíka vottun í dag en vottunarferlið er langt og tímafrekt. Í ljósi stöðu Vottunar hf. var útilokað að fyrirtæki gætu fengið jafnlaunavottunina í tæka tíð. Þessi staða er að öllum líkindum ástæða þess að Ásmundur Einar Daðason, ráðherra málaflokksins, ákvað að fresta gildistöku jafnlaunalaganna um eitt ár í vikunni. Aukinn frestur nær til einkafyrirtækja og stofnana, óháð stærð þeirra, en ekki opinberra stofnana, sjóða og fyrirtækja í eigu ríkisins.

Vaknar enginn einn daginn án faggildingar

Í samtali við DV segist Elías M. Erlendsson, sviðsstjóri faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, ekki geta tjáð sig um einstök tilvik. Einkaleyfastofa þurfi að fara að stjórnsýslulögum varðandi ákvarðanir sínar og því sé ferlið langt og strangt. „Venjulega fá aðilar faggildingu til fjögurra ára. Ef ekki næst að ljúka skoðunum þá getur faggildingin runnið út. Aðilar geta líka brotið af sér og gert eitthvað sem er algjörlega á skjön við faggildinguna. Það er að minnsta kosti ljóst að það vaknar enginn einn daginn án faggildingar, þetta er langt ferli,“ segir Elías.

„Faggildingin rann út hjá okkur. Það er búin að fara fram endurúttekt á skrifstofunni hjá okkur og við erum bjartsýnir á að fá faggildinguna aftur,“ segir Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar, í samtali við DV. Hann segist þó gera sér grein fyrir því að ferlið sé tímafrekt. „Endurúttektin fór fram 26. september síðastliðinn. Það voru engar brotalamir varðandi úttektirnar okkar,“ segir Kjartan. Aðspurður hvort fyrirtækið hafi hætt við að votta fyrirtæki í ljósi faggildingarmissisins segir Kjartan: „Ef við ætlum að fá faggildinguna þá þurfum við að geta sýnt fram á að við séum hæfir til þess að framkvæma slíkar vottanir. Eina leiðin sem er fær er að votta fyrirtæki úti í bæ. Það þarf að afla sér reynslu.“

Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar hf.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum