„Þetta er eins og úr hryllingssögu, þvílík heilsugæsla. Greyið konan og fólkið hennar.“ Þetta sagði Bubbi á Facebook eftir að hafa lesið frétt um dauðvona konu sem skipað var að hætta að hringja á heilsugæsluna og lést í kjölfarið. Í síðustu viku var ásjóna Bubba falin á blaðsíðu 19. Sá sem fann Bubba heitir ….
Ásjóna Bubba er að sjálfsögðu aftur falin í blaði helgarinnar. Ef lesendur finna kempuna þá geta þeir sent okkur upplýsingar um felustaðinn á netfangið: bubbi@dv.is. Dregið verður úr innsendum lausnum og fær sá heppni gjafabréf á veitingastað í höfuðborginni í verðlaun.