fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Með sterkari tilfinningu fyrir gosi í Kötlu en áður – Dýpri skjálftar og meiri jökulfýla

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 07:50

Katla er undir Mýrdalsjökli. Mynd/Wikimedia commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Ragnarsson, íbúi í Vík í Mýrdal, mælir leiðni í Múlakvís þriðja hvern dag og tvisvar í mánuði flýgur hann yfir jökulinn og tekur myndir af honum. Þær sendir hann síðan til Veðurstofunnar og Raunvísindastofnunar. Hann hefur fylgst með Kötlu síðan 1980 og segist hafa sterkari tilfinningu en áður um að hún sé að undirbúa sig undir gos.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að 1990 hafi Reynir verið beðinn um að fylgjast með svæðinu og senda myndir af því reglulega til Veðurstofunnar og Raunvísindastofnunar. Reynir fæddist 16 árum eftir síðasta Kötlugos og segist vera mikill áhugamaður um þau. Lýsingarnar sem hann hafi heyrt frá þeim sem upplifðu síðasta gos hafi verið svo ótrúlegar að varla var hægt að trúa þeim.

„Stóreflis björg komu með hlaupum og það sem við köllum Jökulinn og er rétt innan við varnargarðinn er bara jökull sem strandaði í Kötlugosi og settist fastur þar sem sjór var fyrir. Nú gegnir hann miklu varnarhluverki fyrir þorpið.“

Er haft eftir Reyni sem hefur margoft haldið að Katla væri að búa sig undir gos og ekki hefur sú tilfinning horfið.

„Það eru öðruvísi skjálftar nú en áður. Þeir eru dýpra í Kötluöskjunni, kannski er tæknin orðin betri en það er greinilega meiri leiðni í ánni og jökulfýlan finnst oftar. Það er líka meiri jarðhiti. Ég er með sterkari tilfinningu en áður.“

Segir Reynir sem hræðist ekki gos en er vel meðvitaður um að það geti verið hættulegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd