5,5 ára fangelsi fékk 26 ára áströlsk kona, Christine Tupu, í „brúðkaupsgjöf“ frá áströlskum yfirvöldum. Christine hafði ávallt dreymt um prinsessubrúðkaup. Svo að sú gæti orðið raunin dró hún, með bókhaldsbrellum, sér fé frá vinnuveitanda sínum, Electrolux. Upp úr krafsinu hafði hún andvirði rúmlega 25 milljóna króna. Upp komast svik um síðir og fyrstu ár hjónabandsins verða sennilega ekki draumi líkust.