fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

„Þetta var morðferð. Það átti að drepa allt“

Dvöldu í leyfisleysi á svæðinu og skildu það eftir í rúst – „Maður spyr sig hvaða svona mönnum gengur til“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír karlmenn hafa verið dæmdir til sektrargreiðslu á bilinu 50 til 75 þúsund krónur vegna brota á lögum um náttúruvernd og brot á reglum um friðlandið á Hornströndum. RÚV greinir frá en dómur féll í héraðsdómi Vestfjarða á dögunum. Mennirnir dvöldu í leyfisleysi vikulangt í friðlandinu í Hornvík á Hornströndum og stunduðu þar ólöglegar veiðar. Þá var einn af þremenningunum sömuleiðis dæmdur fyrir að hafa meðferðis skotvopn án viðbótarleyfis frá sýslumanni.

Málið komst fyrst í fréttir í júní 2016 eftir að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures kom að mönnunum þremur í neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar í Höfn í Hornvík sem er í friðlandi Hornstranda.

Hér má sjá frétt DV um málið

Ljósmynd/Rúnar Karlsson
Ljósmynd/Rúnar Karlsson

Frá 15. apríl til 15. júní er fólki skylt að tilkynna um ferðir sínar á svæðinu þar sem þessi árstími er viðkvæmur fyrir dýraríkið. Það höfðu þremenningarnir ekki gert og voru því á staðnum í leyfisleysi en þeir höfðu jafnframt vopn og veiðibúnað meðferðis og höfðu stundað ólöglegar veiðar á svæðinu.

Starfsmennirnir greindu frá aðkomunni í færslu á facebook og voru lýsingarnar allt annað en fallegar. Þá var einnig greint frá málinu á facebook síðu Björgunarfélags Ísafjarðar.

„Dauðir mávar með skotsár, selshræ í fjöru, svartfuglsegg, opinn eldur með rusli, grillað á grónu landi svo eitthvað sé tínt til. Nánast allt sem fyrir augu bar var ólöglegt,“ skrifaði Rúnar Karlsson annar starfsmannanna í færslu sinni. Þá sagði hann í samtali við DV á sínum tíma: „Þetta var morðferð. Það átti að drepa allt.“

Mennirnir þrír neituðu sök fyrir dómi og sögðust ekki vita að þeir þyrftu að tilkynna um ferðir sínar. Þá sögðust þeir hafa verið með skotvopn meðferðis í öryggisskyni þar þar sem hvítabirnir kæmu á land á þessum slóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ferðin til Íslands stóðst ekki væntingar – Bakveikur ferðamaður fær endurgreitt

Ferðin til Íslands stóðst ekki væntingar – Bakveikur ferðamaður fær endurgreitt
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“
Fréttir
Í gær

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif
Fréttir
Í gær

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valtý rak í rogastans yfir aðdróttunum, níði og óhróðri gegn sér

Valtý rak í rogastans yfir aðdróttunum, níði og óhróðri gegn sér
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vann 10 milljónir í kvöld – „Er þetta símahrekkur?“

Vann 10 milljónir í kvöld – „Er þetta símahrekkur?“