fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Nýjar upplýsingar urðu til þess að lögreglan gróf lík raunveruleikaþáttastjörnu upp – Réttarmeinafræðingar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska raunveruleikaþáttastjarnan Oksana Aplekaeva fannst látin 2008. Lík hennar lá í skurði við hraðbraut í Rússlandi. Málið hefur ekki enn verið leyst og enginn hefur verið handtekinn vegna þess. Nýlega fékk lögreglan nýjar upplýsingar í málinu og ákvað í framhaldi að grafa lík Aplakaeva upp til að hægt væri að framkvæma nýjar réttarmeinafræðilegar rannsóknir. Við þær komu nýjar og óhugnanlegar upplýsingar fram.

Rannsóknirnar vörpuðu ekki nýju ljósi á hver morðingi Aplekaeva er en leiddu hinsvegar í ljós að lík hennar hafði verið misnotað kynferðislega af starfsmanni líkhússins. The Sun og fleiri fjölmiðlar skýra frá þessu.

DNA úr manninum, sem er 37 ára, fannst á líki Aplekaeva. Maðurinn hefur ekki neitað að hafa misnotað líkið kynferðislega en ekki er hægt að dæma hann fyrir það þar sem rússnesk lög ná að sögn ekki yfir óhugnað sem þennan.

The Sun segir að maðurinn hafi sagt að hann geti ekki þrætt gegn vísindalegum gögnum.

Það þarf ekki að koma á óvart að hann var rekinn úr starfi og auk þess yfirgaf eiginkona hans hann og fer leynt þannig að hann getur ekki haft samband við hana.

Ekki er talið að maðurinn hafi gerst sekur um viðlíka hátterni áður en hann hafði starfað í líkhúsinu í 12 ár. Lögreglan leggur áherslu á að maðurinn sé ekki grunaður um tengjast morðinu á Aplekaeva.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“