fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
FókusKynning

Draumafarartæki fermingarbarnsins

Kynning

Vespur frá Nítro Sport hafa slegið rækilega í gegn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er heitasta fermingargjöfin,“ segir Magnús Þór Sveinsson, hjá Nítró Sport, um vespurnar sem selst hafa afar grimmt undanfarin ár. Um er að ræða bensínvespur frá Znen og rafmagnsvespur frá Z-Tech. Engin réttindi þarf til að aka þessum vespum, ökuþórarnir þurfa einungis að vera orðnir 13 ára gamlir og bera hjálm. Ekki þarf að skrá farartækin frekar en reiðhjól en hámarkshraði þeirra er 25 km/klst.

Að sögn Magnúsar eru foreldrar ekki síður ánægðir með vespurnar en eigendur þeirra, unglingarnir: „Þau losna nefnilega við endalaust skutl með krakkana í skólann, á æfingar og fleira. Krakkarnir verða sjálfstæðari og meira sjálfbjarga um sínar ferðir. Sumir foreldrar þurftu áður jafnvel að bregða sér úr vinnu til að skutla krökkunum en vespan bjargar þessu fyrir þá í dag. Vespan er líka svo skemmtilegur fararskjóti að unglingurinn kýs frekar að fara á henni en biðja um far.“

Vespa er ekki dýr fjárfesting en góðar rafmagnsvespur af gerðinni Z-Tech kosta aðeins 149.000 krónur og bensínvespurnar kosta 229.000 krónur. Þrátt fyrir þennan verðmun segir Magnús að bensínvespurnar séu vinsælli: „Hleðslan á rafmagnshjólinu endist í um 25 kílómetra en sé bensíntankurinn á vespunni fylltur endist hann í allavega 200 kílómetra. Hægt er að hlaða rafmagnsvespuna með því einfaldlega að stinga henni í venjulega rafmagnsinnstungu en það tekur um sex klukkustundir að fullhlaða hana. En hins vegar, og það er held ég meginástæða vinsældanna, er bensínvespan einfaldlega stærra og veglegra farartæki með 50 kúbíka fjórgengismótor.“

Báðar gerðirnar fást í þremur litum; rauðum, hvítum og svörtum.

Nítro Sport hefur selt vespur í fjölda ára og segir Magnús að reynslan af þeim sé feikilega góð. Viðhald á þeim er til dæmis afar lítið. „Núna vorum við að fá nýja týpu af bensínvespu í hús, Znen R8. Hún er með LED-ljósum og rafmagnsblöndungi en það síðarnefnda gerir hana umhverfisvænni,“ segir Magnús.

Nítró Sport er til húsa að Urðarhvarfi 4 í kjallara. Þar eru auk vespnanna meðal annars til sölu vandaðir mótorhjólahjálmar sem algjör skylda er að bera við aksturinn. Þá er öll viðgerðarþjónusta varðandi vespurnar á staðnum. Opið er virka daga frá kl.10 til 18. Sjá nánar á Facebook-síðunni www.facebook/nítró og [nitro.is]((http://nitro.is/). Hesja, Glerárgötu 36, er umboðsaðili Nítró á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea