Í vikunni var Ólympíuhetjan Guðmundur Guðmundsson ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í þriðja sinn. Ráðning Guðmundar er ekki umdeild, enda óumdeilt að þar sé á ferðinni einn allra fremsti þjálfari heims, heldur framkoma HSÍ í garð fráfarandi þjálfara, Geir Sveinssyni. Sambandið náði ekki að tjá Geir að þjónustu hans væri ekki óskað áður en Guðmundur var kynntur til leiks. Eðli málsins samkvæmt er Geir ósáttur við yfirstjórnendur HSÍ þó að hann hafi gætt orða sinna í hvívetna á opinberum vettvangi. Samkvæmt gárungum verður hér eftir talað um Guðmundar- og GeirSveins-málið.