Bubbi meitlaði musterið í ræktinni fimmtudaginn 1. mars og skyldi eftir sig haf svita við æfingatækin. „5 lotur púði, 100 hæðir stigi, 35 mín hjólið, tek aldrei fanga engin miskun“ skrifaði hann á Facebook síðu sinni. Á berum skallanum skinu svitaperlur erfiðisins. „Perlur á graníti.“ Eiturhart.
Í síðustu viku mátti finna ásjónu Bubba á síðu 62. Bubbi er vitaskuld falinn í þessu blaði einnig og geta glöggir lesendur reynt að finna kappann. Upplýsingar sendist á bubbi@dv.is. Dregið verður úr innsendum lausnum og fár sá heppni gjafabréf á veitingastað í höfuðborginni í verðlaun.