fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Dularfullt hvarf norskrar konu: Þrettán dagar og lögreglan engu nær

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn hefur ekkert spurst til 36 ára norskrar konu, Janne Jemtland, tveggja barna kvæntrar móður, síðan hún yfirgaf heimili sitt í Brumunddal þann 29. desember síðastliðinn.

Fjölmennt leitarlið hefur leitað hennar undanfarna daga en án árangurs. Hefur meðal annars verið notast við þyrlur, hunda, dróna, snjósleða en auk þess hefur fjölmennur hópur leitarfólks leitað fótgangandi á jörðu niðri.

Hvarfið þykir sérstaklega dularfullt enda yfirgaf Janne heimili sitt í skjóli nætur. Blóð úr henni fannst í tvígang, með um eins og hálfs kílómetra millibili, skömmu eftir að leit hófst en síðan þá hefur ekkert fundist.

Í tilkynningu sem norska lögreglan sendi frá sér í morgun kemur fram að enginn hafi stöðu sakbornings varðandi hvarfið. Þá hafi ekki fundist meira blóð. Rannsóknin heldur þó áfram af fullum krafti og hefur lögreglan í Brumunddal fengið aðstoð Kripos, norsku ríkisrannsóknarlögreglunnar.

Lögregla hefur fengið fjölmargar ábendingar undanfarna daga, eða um tvö hundruð talsins, og er unnið úr þeim samkvæmt forgangsröðun. Veður á svæðinu hefur gert lögreglu og leitarmönnum lífið leitt. Mjög kalt hefur verið í veðri í Noregi undanfarna daga og frost farið víða niður í 15 gráður. Þá hefur snjóað mikið á svæðinu.

Hvarf Janne hefur valdið íbúum Brumunddal hugarangri, en íbúar í þessum litla bæ, rúma hundrað kílómetra norður af Osló, eru rétt um tíu þúsund talsins.

Fyrr um kvöldið hafði Janne verið í jólaboði ásamt eiginmanni sínum í samkomuhúsi í Brumunddal. Komið hefur fram að Janne hafi virst hress og ekki með sérstakar áhyggjur af neinu. Hún fór heim til sín um kvöldið en yfirgaf heimili sitt aftur um klukkan tvö aðfaranótt 29. desember.

Síðan er eins og jörðin hafi gleypt hana. Leit heldur þó áfram og hefur lögregla ekki gefið upp alla von um að komast að því hvað gerðist þetta örlagaríka kvöld undir lok síðasta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann