fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Lögregla skoðar hvort Turpin-hjónin hafi rænt börnum

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Riverside-sýslu í Kaliforníu mun fyrirskipa DNA-rannsókn til að skera úr um það hvort börnin þrettán sem bjargað var frá heimili Turpin-hjónanna á dögunum séu börn hjónanna eða hvort þeim hafi mögulega verið rænt.

Þá mun lögregla hugsanlega nota hunda, sem sérhæfðir eru í leit að líkamsleifum, til að leita af allan grun um það hvort einhver börn hafi mögulega dáið á heimili hjónanna. Greint hefur verið frá því að hjónin hafi haldið þrettán börnum sínum í gíslingu; sjö sem voru orðin lögráða og sex sem voru undir lögaldri. Mun DNA-prófið skera úr um hvort þau séu öll systkini.

Fjallað var um þetta í fréttaskýringaþætti Crime Watch Daily um helgina.

Börnin þrettán eru sögð hafa fengið að borða einu sinni á dag og fengið að fara í sturtu í örfá skipti á ári. Þau voru hlekkjuð við húsgögn og fengu mjög takmarkaðan aðgang að salerni. Þau dvelja nú á sjúkrahúsi og eiga langan vegn fyrir höndum í átt að bata.

Sum barnanna, einkum þau yngri, eru sögð ekki hafa vitað hvað lögreglumenn væru og hvert þeirra hlutverk væri í samfélaginu. Þá voru lyf og læknar þeim framandi. „Þetta er ekki eitthvað sem þú lærir í skóla. Þetta er eitthvað sem þú lærir með því að vera í samfélagi manna,“ segir Patricia Costales, framkvæmdastjóri The Guidance Center, samtaka í Kaliforníu sem veita börnum geðheilbrigðisþjónustu.

Það var sautján ára dóttir hjónanna, að því er talið er, sem lét lögreglu vita eftir að hafa stokkið út um glugga á heimili fjölskyldunnar fyrir rúmri viku. Hryllileg sjón blasti við lögreglumönnum sem komu á vettvang í kjölfarið og voru hjónin umsvifalaust handtekin.

Fjölskyldufaðirinn, David Turpin, er 56 ára en eiginkona hans, Louise Turpin, er 49 ára. Þau eru í haldi lögreglu en hafa neitað því að gefa gert nokkuð rangt. Þau eiga yfir höfði sér ákærur fyrir frelsissviptingu, ofbeldi gegn börnum og pyntingar svo dæmi séu tekin. Þau munu mæta fyrir dómara þann 23. febrúar þar sem næstu skref verða ákveðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd