fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Bandaríkjamenn hvattir til að undirbúa jarðarförina sína áður en þeir fara til Norður-Kóreu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski stjórnvöld hvetja þegna sína til að undirbúa jarðarförina sína og útbúa erfðaskrá áður en þeir halda til Norður-Kóreu – hafi þeir á annað borð áhuga á því.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gaf út nýja tilskipun vegna ferðalaga til Norður-Kóreu þann 10. janúar síðastliðinn. Norður-Kórea er á hættustigi fjögur af fjórum hjá ráðuneytinu, sem þýðir að bandarískir ríkisborgarar eru hvattir til að forðast landið eins og heitan eldinn.

Bandaríkjamenn komast að vísu ekki til Norður-Kóreu með bandarísku vegabréfi einu saman, en þó er hægt að sækja um undanþágu til að komast til landsins. Metur utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna það svo að hætta á fyrirvaralausri handtöku og fangelsun sé talsverð fyrir bandaríska ríkisborgara í Norður-Kóreu.

Eins og að framan greinir mælir ráðuneytið með því í orðsins fyllstu merkingu að þeir sem hafa áhuga á að ferðast til Norður-Kóreu grípi til ráðstafana áður; búið verði að skrásetja óskir hvað varðar jarðarför, uppeldi og umsjá barna, gæludýra og skiptingu eigna.

Eru Bandaríkjamenn minntir á það að ekkert stjórnmálasamband sé á milli ríkjanna. Norður-Kórea er ekki eina ríkið sem er á hættustigi 4 hjá bandarískum yfirvöldum. Hin ríkin eru Afganistan, Mið-Afríkulýðveldið, Íran, Írak, Líbía, Malí, Sómalíoa, Suður-Súdan, Sýrland og Jemen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum