fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Býli eyddust og skepnur drápust í Kötlugosi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 27. janúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan þrjú síðdegis þann 12. október hófst eldgos í Kötlu með miklum dynkjum og látum. Katla hefur að meðaltali gosið um tvisvar á hverri öld og eru gosin nú orðin um 20 talsins síðan landið byggðist. Þetta gos var með þeim allra stærstu og mikil mildi að manntjón varð ekki.

Fólk á hlaupum undan flóðinu

Mesta hættan sem stafaði af Kötlugosinu var hversu hratt flóðið úr Mýrdalsjökli ruddist fram. Um hálftíma eftir gos var flóðið komið til sjávar vestan megin og umkringdi Hjörleifshöfða. Austan megin fór það yfir byggð og náði hlaupið hámarki um sex leytið. Flóðið skiptist í margar kvíslir og bar með sér aur og ísjaka, bæði stóra og smáa.

Upphaflega var talið að þorpið Vík í Mýrdal væri í hættu en svo reyndist ekki vera. Engu að síður flúði fólk þaðan og bátum var komið úr höfninni. Austan megin fóru bæirnir Sandar, Sandasel, Rofabær og Melhóll undir flóðið og húsin gereyðilögðust. Þetta gerðist það hratt að fólk þurfti að flýja á hlaupum en sumir héldu til í útihúsum sínum. Réttamenn þurftu einnig að flýja á hlaupum þegar þeir sáu flóðið koma. Einn náði að komast yfir brúna yfir Hólmsá áður en flóðið hrifsaði hana með sér.

Skepnurnar voru hins vegar ekki jafn heppnar og mannfólkið. Eftir að flóðið rénaði fundust um 70 dauðar kindur og nokkur hross. Fjölmargar skepnur fundust aldrei og hafa þær vafalaust skolast út í sjó.

Óbyggilegar jarðir

Gosstrókur Kötlu stóð um fjórtán kílómetra upp í loft með miklu eldingaskýi og sást hann víða á landinu. Miklir dynkir heyrðust í marga daga á eftir og loftið varð þykkt af ösku. Gjóskan dreifðist yfir hálft landið en mest af vikrinum og öskunni dreifðist yfir nærliggjandi sveitir austan megin við Kötlu vegna vindáttar. Þurftu sumir íbúar þar að flýja vegna öskunnar.

Vegna frostanna vetrarins á undan var heyöflun lítil. Þegar eitruð askan lagðist yfir túnin urðu margir bæirnir óbyggilegir um margra ára skeið. Nálægt hundrað manns fluttust úr sveitinni og fjöldi býla fór í eyði. Gosinu í Kötlu lauk 4. nóvember og hefur hún ekki gosið síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“