fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433

Bielsa gaf fyrrum félagi sínu risaupphæð

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 18. október 2018 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds Unites á Englandi, hefur ákveðið að hjálpa sínu fyrrum félagi, Newell’s Old Boys.

Bielsa byrjaði bæði leikmannaferil sinn og þjálfaraferil sinn hjá liðinu sem leikur í efstu deild í Argentínu.

Bielsa ákvað að rétta fram hjálparhönd en félagið hefur nú byggt nýtt æfingasvæði sem opnar í næsta mánuði.

,,Þetta er félagið sem gerði mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég fæ meira en það sem ég gaf þeim. Ég er að borga mínar skuldir, ekki að gefa þeim gjöf,“ sagði Bielsa.

Bielsa spilaði á sínum tíma 25 leiki fyrir Old Boys en leikmannaferill hans var mjög stuttur.

Hann þjálfaði þá liðið í tvö ár frá 1990 til 1992 áður en hann tók við liðum á borð við Espanyol, argentínska landsliðinu, Athletic Bilbao, Marseille og Lazio.

Upphæðin er ansi há en Bielsa á að hafa látið félagið fá 1,9 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný
433
Fyrir 15 klukkutímum

Dortmund vann í París og er komið á Wembley

Dortmund vann í París og er komið á Wembley
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Silva aftur heim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils