fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fókus

Stefán Karl miður sín eftir atvik í morgun: „Eftir þetta reif viðkomandi upp hurðina hjá mér“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson segir á Facebook-síðu sinni að hann hafi sýnt karlmanni mikinn dónaskap í umferðinni í morgun. Hann segist hafa beðið viðkomandi afsökunar á staðnum.

„Ég sýndi manneksju mikinn dónaskap í morgun í einhverju morgun/hálku/umferðaröngþveiti ,með því að sýna viðkomandi puttann. Eftir þetta atvik reif viðkomandi upp hurðina hjá mér og húðskammaði mig sem rétt var að gera. Ég baðst afsökunar á þessari hegðun og við kvöddumst,“ segir Stefán Karl.

Hann segir að eftir þetta atvik hafi hann hlegið að eigin hegðun, hann hafi ekki sýnt puttann svo árum skiptir: „Eftir þetta fór ég að hlægja því ég man ekki eftir því að hafa sýnt nokkurri manneksju fingurinn nema kannski þegar ég var ungur að árum, stressaður og asnalegur í umferðinni en núna síðustu árin man ég ekki eftir þessu fyrr en núna. Ég mæli ekki með þessari aðferð og bið þennan ágæta mann afsökunar enn og aftur en aumingjahrollurinn hefur ekki leynt sér í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“
Fókus
Í gær

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 1 viku

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír