fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ótrúleg breyting á Christian Bale

Fókus
Fimmtudaginn 11. október 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Christian Bale hefur stundum gengið í gegnum ótrúlega hluti fyrir hlutverk sín í kvikmyndum.

Margir muna eflaust eftir myndinni The Machinist frá árinu 2004 þar sem leikarinn vó einungis um 50 kíló. Bale bætti heldur betur á sig fyrir nýjasta hlutverk sitt í myndinni Vice sem frumsýnd verður um jólin. Bale leikur þar fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheney.

Bale bætti á sig rúmum tuttugu kílóum fyrir myndina og mætti kannski færa rök fyrir því að fáir leikarar hafi gengið í gegnum jafn miklar öfgar á ferli sínum og Bale. Hann var til að mynda í svakalegu formi í The Dark Knight-þríleiknum og í myndinni American Psycho sem margir muna eftir.

Fyrir myndina The Machinist, þar sem Bale var mjög ólíkur sjálfum sér, léttist hann um 30 kíló. Gera má ráð fyrir að leikarinn hafi bætt á sig 70-80 kílóum milli þessara tveggja mynda, The Machinist árið 2004 og Vice árið 2018.

Myndin verður sem fyrr segir frumsýnd um jólin en hún segir frá ferli Dicks Cheney sem var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð George W. Bush. Sam Rockwell leikur Bush í myndinni en auk þeirra tveggja fara Steve Carell og Amy Adams með hlutverk í myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd