fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Guðmundur Ævar segir SA minna á konuna sem kunni bara að elda bjúgu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. október 2018 11:20

Guðmundur Ævar Oddsson, dósent, og Helga Braga Jónsdóttir í hlutverki sínu sem konan sem kunni bara að elda bjúgu. Samsett mynd/Eyjan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ævar Oddsson, dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, segir Samtök atvinnulífsins snúa út úr orðum sínum, ráðast að heiðri sínum sem fræðimanni og sem persónu. Líkir hann SA við drykkjumann, persónu úr gamanþáttunum Fóstbræðrum og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í grein sem birtist á vef SA segir að staðhæfingar Guðmundar Ævars um ójöfnuð á Íslandi standist ekki skoðun, segja SA að fréttir upp úr rannsóknum Guðmundar séu falsfréttir og að Guðmundur rísi ekki undir þeirri ábyrgð að viðhafa vönduð vinnubrögð.

Sjá einnig:  Samtök atvinnulífsins segja allt rangt í málflutningi dósents um ójöfnuð í samfélaginu

Guðmundur Ævar vísar þessu alfarið til föðurhúsanna í pistli á Kjarnanum í dag. „Útúr­snún­ingur SA-liða minnir helst á drykkju­mann sem leitar að týndum lyklum undir næsta götu­ljósi vegna þess að það er þægi­legra heldur en að leita þar sem lykl­arnir sann­ar­lega týnd­ust. Þrátt fyrir það sé ég mig knú­inn til þess að svara umræddum pist­li, enda er hvim­leitt fyrir fræði­mann að sitja undir ómak­legum ásök­unum um rang­færslur og óvönduð vinnu­brögð,“ segir Guðmundur.

Birtir hann ítarlega útlistun á hvernig hann komist að þeirri niðurstöðu að ójöfnuður sé að aukast hér á landi og segir að SA sé að reyna að draga dul yfir þá staðreynd. „Sér­stak­lega beina þeir kast­ljós­inu frá þætti eigna- og tekju­mestu hópanna í mis­skipt­ing­unni. Þetta er að sjálf­sögðu við­bú­ið. Þrástef SA-liða um með­al­töl, sem van­meta ójöfn­uð, vekja hug­renn­inga­tengsl við Fóst­bræðra­skets­inn um kon­una sem kunni bara að elda bjúgu.“

Hér má sjá Fóstbræðraatriðið sem Guðmundur vísar í:

Segir Guðmundur einnig líkindi á milli málflutnings SA og Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar kemur að falsfréttum.  „Jafn­framt finnst mér að per­sónu­legar árásir í skjóli nafn­leyndar ættu að vera fyrir neðan virð­ingu hlut­að­eig­andi. Það er sjálf­sagt og eðli­legt að fólk og hópar berj­ist fyrir til­teknum hags­munum en það fer betur á því að það sé gert á grund­velli bestu fáan­legu upp­lýs­inga og eftir reglum rök­fræð­inn­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“