fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Framboðsfrestur Sjálfstæðismanna rennur út á morgun- Ólafur liggur undir feldi

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson

Framboðsfrestur til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út á morgun. Aðeins tveir hafa staðfest þátttöku til þessa, borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir. Björn Jón Bragason hefur fimlega varist frétta og Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna, segist liggja undir feldi, í Morgunblaðinu í dag.

 

 

Nú hefur hagfræðingurinn Ólafur Arnarson bæst í hóp áhugasamra en óákveðinna. Á vef Eiríks Jónssonar er haft eftir Ólafi að hann íhugi alvarlega að mæta fjölmörgum áskorunum. Ólafur staðfesti þetta við Eyjuna í dag:

„Já ég er kominn undir feldinn fræga. Ég hef fengið nokkrar áskoranir og það heillar svolítið að fara fram. En þetta er stór ákvörðun, með svona stuttum fyrirvara. Ég þarf að ræða þetta við fjölskyldu mína auðvitað, en ég er alvarlega að velta þessu fyrir mér. Það eru líka svo mörg verkefni aðkallandi hjá borginni, það má gagnrýna margt hvernig haldið hefur verið á málum þar. Nú þarf ég að meta hvort ég sé rétti maðurinn til að leggja hönd á plóg,“

segir Ólafur, en frestur til að skila inn framboði rennur út á morgun klukkan 16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis