fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Einar vill búa í hjólhýsi; segir fordóma ríkja gagnvart því

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 12. október 2018 19:00

Tjaldsvæðið í Laugardal Hjólhýsafólk stimplað sem „trailer-trash“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Gunnar Birgisson, öryrki á sextugsaldri, stendur á krossgötum hvað húsnæðisleit varðar. Um þessar mundir dvelur hann ásamt eiginkonu sinni á heimili vinar síns. Þennan vanda vill hann gjarnan leysa með kaupum á hjólhýsi en Einar hefur töluverða reynslu af þeim lífsstíl, sem hann segir vera gríðarlega misskilinn. Telur Einar að borgaryfirvöld líti almennt niður til fólks í slíkri neyð og segir hann forgangsröðun meirihluta vera í tómu tjóni. „Í stað þess að henda peningum í enn eitt snittu- og snobbhúsið væri hægt að nota þá til þess að kaupa hundruð hjólhýsi handa fólki,“ segir Einar og vísar í braggann í Nauthólsvík.

„Ég fór og skoðaði þennan forljóta bragga og það er algjör brandari hvað borgin eyðir miklu í það sem við eigum nóg af fyrir, einhverja ölstofu og tilheyrandi skreytingar. Yfirvöld gera sér ekki grein fyrir kvíða og vandræðum fólks sem er í húsnæðisvanda, hvað þetta er mikill öryggisventill.“

Þá bætir hann við lokun tjaldsvæðisins í Laugardal yfir vetrartímann sé vægast sagt hamlandi fyrir mann í hans stöðu. Tjaldsvæðið verður lokað um veturinn og einungis rekinn skammtímaþjónusta fyrir ferðafólk, en þarna bjuggu hátt í tuttugu heimilislausir einstaklingar í fyrra yfir vetrartímann. Þegar Einar frétti af þessu hafði hann samband við Félagsmálastofnun síðastliðið sumar sem sýndi aðstæðunum lítinn skilning hans sögn. „Þeim var augljóslega alveg sama og ég fékk það svar að ég gæti þá flutt á Laugarvatn eða á gistiheimili og borgað hundrað þúsund krónur fyrir bedda,“ segir hann.

„Þetta voru einu svörin sem við fengum úr borgarkerfinu. Það er verið að hrekja heimilislaust fólk, sem vill bara lifa góðu lífi, út af höfuðborgarsvæðinu og hjólhýsi eru ódýrasta húsnæði sem þú finnur. Þetta er lausn sem ég hvet ungt fólk til þess að kynna sér betur, frekar en að troða sér einhverjar kompur í neyð fyrir morðfjár.“

Að sögn Einars eru hjólhýsi lausn sem borgaryfirvöld hafa litið fram hjá og þykir honum miður að fólk í hjólhýsagörðum sé oft álitið vera „eitthvert hyski“. Einar segir fólk sem býr í hjólhýsum oft sett sem hliðstæðu við vandræðafólk eða fátækt, þetta svonefnda „trailer trash“. Einar telur þessa staðalmynd yfirleitt litaða af svæðum þar sem ekki eru gerðar miklar kröfur til góðrar umgengni. Hann segir að hjólhýsagarðar þurfi að búa yfir sambærilegum umgengnisreglum og fjölbýlishús til að allt gangi upp og leyna þau mörg á sér víða um heim.

„Ég hef búið í hjólhýsagörðum í Bandaríkjunum, til að mynda í Colorado, og mér fannst mannlífið þar alveg frábært,“ segir Einar. „Minn draumur er að það sé til hjólhýsagarður í landinu. Þá get ég keypt mér hjólhýsi sjálfur og lifað góðu lífi í stað þess að vera alltaf í húsnæðishrakningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“