fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Stjörnu-Sævar skýtur fast á líkamsræktarstöð: „Reebok fitness í ruglinu“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason‏, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, skýtur föstum skotum á líkamsræktarstöðina Reebok fitness á Twitter-síðu sinni. Ástæða þess er „nýjung“ sem Reebok fitness kynnt í gær, „infrarauði hitinn“, eða einfaldlega innrauður hiti.

Um er að ræða tvo hóptímasali þar sem þessi hiti ku leika við viðskiptavini. „Infrarauði hitinn er í tveimur hóptímasölum, sem hafa vakið mikla ánægju meðal viðskiptavina okkar. Það sem innfrarauður hiti hefur fram yfir annað er með því að hita líkamann upp innan frá eykst teygjanleiki bandvefjarins svokallaða sem leiðir til aukins hreyfanleika,“ segir á vef Reebok Fitness.

Þar segir enn fremur að þessi hiti hafi styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. „Loftið er talið heilnæmara fyrir þá sem viðkvæmir eru og er talið að þessi hitun hafi styrkjandi áhrif á ónæmiskerfi. Infrarauðu geislarnir hreinsandi áhrif þar sem þeir ýta undir efnaskipti og auka framleiðslu á svita. Það að stunda hlýtt jóga eykur vellíðan í líkamanum á eftir,“ segir á vef Reebok.

Sævar segir þetta einfaldlega rugl og skýrir á mannamáli: „Magnað. Vefir líkamans eru víst gegnsæir fyrir innrauðum geislum (hita) svo þér hitnar innan frá. Hafið þið einmitt ekki tekið eftir því hvernig sólin hitar fyrst beinin, svo húðina? Reebok fitness í ruglinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við