fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Joshua var haldið föngnum í fimm ár: Nú er hann sakaður um alvarlega glæpi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadískur karlmaður, Joshua Boyle, er í haldi lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot og fjölmörg önnur brot. Joshua komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar honum og fjölskyldu hans, eiginkonu og þremur börnum, var sleppt úr haldi Talíbana í Pakistan.

Fjölskyldan var á bakpokaferðalagi í Afganistan árið 2012 þegar vopnaðir einstaklingar rændu fjölskyldunni og héldu henni fanginni næstu fimm árin. Það var í október síðastliðinum að fjölskyldunni var sleppt úr haldi og kom hún til Kanada skömmu síðar.

Að því er AP-fréttastofan greinir frá hefur Boyle verið kærður fyrir fjölmörg brot, þar á meðal kynferðisbrot en einnig fyrir líkamsárás og frelsissviptingu. Eric Granger, verjandi hans, segir að hann sé í haldi lögreglu. Hann sé álitinn saklaus uns sekt sannast og bendir Eric á að skjólstæðingur sinn hafi aldrei komist í kast við lögin.

Eiginkona Boyle, Caitlan Coleman, segir í orðsendingu til Toronto Star að eiginmaður hennar hafi átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið, sem rekja megi beint til þeirrar vítisvistar sem dvölin í Afganistan og Pakistan var. Joshua sagði við komuna til Kanada í október síðastliðnum að eiginkonu hans hafi verið nauðgað og barn þeirra drepið. Hún gat ekki tjáð sig um þær ásakanir sem málið nú snýst um. „En augljóslega er hann ábyrgur gjörða sinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“