fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Völva DV fyrir árið 2018: Eldgos og jarðskjálftar – „Einhverjir þurfa að flýja heimili sín fyrirvaralaust“

Áramótaspá

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaður heldur á fund spákonunnar sem reyndist svo sannspá á síðasta ári. Hún býr í litlu grænmáluðu húsi rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hún kemur til dyra og heilsar hlýlega og býður blaðamanni til stofu. Sem fyrr er kristalskúlan góða á stofuborðinu.

Það er vistlegt og jólalegt hjá völvunni sem segir blaðamanni að hún sé mikið jólabarn og hafi alltaf verið. Hún býr ein en eiginmaður hennar lést fyrir einhverjum árum. Aðspurð segist hún halda jólin hátíðleg á heimili sonar síns og tengdadóttur í Kópavogi. Blaðamaður fær sér sæti í IKEA-sófanum og völvan sest andspænis honum. Eins og á síðasta ári vekja augu völvunnar sérstaka athygli blaðamanns, þau eru ekki bara góðleg, það er hreinlega eins og þau sjái í gegnum holt og hæðir.

Eldgos og jarðskjálftar

Völvan segir að náttúruöflin muni minna rækilega á sig á árinu. Eldgos verður á Suðurlandi sem valda mun nokkru eignatjóni. Þessi eldsumbrot tengjast Kötlueldstöðinni og vatn mun flæða frá Mýrdalsjökli. Umbrotin verða þó á óvæntum stað og flóðin verða ekki eins og vísindamenn hafa gert sér í hugarlund. Byggð í sveitum er þó í mikilli hættu og víst er að einhverjir þurfa að flýja heimili sín fyrirvaralaust. Flugumferð mun leggjast af um tíma og íslenska og erlenda pressan fylgjast vel með. Björgunarsveitir landsins standa vaktina svo eftir verður tekið.

Öræfajökull heldur áfram að byggja sig upp fyrir næsta gos, þótt ekki sé líklegt að það verði alveg á næstunni. Kröftugur jarðskjálfti verður í grennd við Tröllaskaga og vekur ótta á Akureyri og nágrenni. Eignatjón verður þó ekki mikið. Völvan segir að nokkuð verði um jarðhræringar á næstu árum en ítrekar að fólk verði að halda ró sinni.

Stjórnmálamenn í eldlínunni

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun verða verulega í eldlínunni og sæta mikilli gagnrýni landsbyggðarmanna, einkum Vestfirðinga og Austfirðinga, vegna mjög hertra krafna í sjávarfiskeldi, auk þess sem hann mun beita sér gegn vegagerð á ákveðnum svæðum. Þetta mun skapa honum verulegar óvinsældir úti á landi en að sama skapi mun hann eignast ákafa stuðningsmenn í hópi vinstri sinnaðra menntamanna á höfuðborgarsvæðinu.

Völvan sér mikla óánægju í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra frá afmörkuðum hópi innan heilbrigðisgeirans vegna máls sem hópurinn telur ganga gegn hagsmunum sjúklinga. Mikil ánægja verður þó með framgöngu Svandísar í málinu hjá þorra þjóðarinnar. Gagnrýnendur ráðherrans munu fara offari og ein tiltekin ummæli eins gagnrýnanda í fjölmiðli munu gjaldfella orðræðu þeirra til frambúðar og verða vatn á myllu Svandísar. Svandís mun hins vegar ekki verða vinsæl í öllum málum og verður sökuð um að bregðast hægt við bráðavanda.

Tekið verður eftir framtaksleysi og litlum gangi mála í félagsmálaráðuneytinu. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mun liggja undir verulegri gagnrýni innan kennarastéttarinnar og mun eiga erfitt með að svara henni. Hún mun hins vegar njóta mikillar velvildar listamanna, sérlega rithöfunda og bókaútgefenda, sem þakka henni að virðisaukaskattur af bókum er loks felldur niður þegar líða tekur á árið.

Sauðfjárbændur munu verða mjög óánægðir með framgöngu þessarar stjórnar sem mun að þeirra mati alls ekki gera nóg til að styðja við bændur í miklum kröggum. Finnst þeim þeir illa sviknir hafandi fengið stjórn flokka sem hafa í sögulegu samhengi verið hvað vinveittastir bændastéttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd